Frétt
Fréttatilkynning frá MS vegna frétta og umræðu á vef- og samfélagsmiðlum um verðlagningu á ostakössum MS
Í ljósi frétta og umræðu á vef- og samfélagsmiðlum um verðlagningu á ostakössum frá MS í verslunum vill Mjólkursamsalan koma eftirfarandi á framfæri. Við fögnum því að neytendur séu upplýstir og fylgist vel með vöruverði og þökkum fyrir gagnlegar ábendingar sem okkur hafa borist.
Í því verðdæmi sem nefnt hefur verið á samfélagsmiðlum skal það tekið fram að umræddur ostakassi nr. 5 er seldur til verslana á 6.400 kr. án vsk. og þar af fara um 2.000 kr. í kostnað við þessa aukaþjónustu sem fyrirtækið veitir, þ.e. laun og launatengd gjöld vegna tímabundinna ráðninga, umbúðir og aðra umsýslu. Mjólkursamsalan ræður ekki verðlagningu verslana til viðskiptavina sinna og hefur því ekki stjórn á endanlegu söluverði.
Pökkun og sala á gjafakörfum er aukin þjónusta við fyrirtæki og neytendur
Í aðdraganda hátíðanna býður MS upp á ostakörfur, gjafaöskjur og -kassa með úrvali osta og fjölbreyttu meðlæti. Þessar ostagjafir hafa notið mikilla vinsælda hjá fyrirtækjum og einstaklingum í fjölda ára en um er að ræða viðbót og aukna þjónustu við hefðbundna framleiðslu, sölu og dreifingu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur boðið framhaldsskólanemum aukavinnu samhliða námi við þetta verkefni og er þessu góða og duglega starfsfólki að sjálfsögðu og eðlilega greitt fyrir vinnu sína, sem fer gjarnan fer fram um helgar og á kvöldin er nær dregur jólum.
Þjónusta sem þessi felur í sér aukinn kostnað í formi undirbúnings, utanumhalds, pökkunar, innkaupa á meðlæti, gjafaumbúðum og fleiri liðum sem þarf að gera ráð fyrir í kostnaðarverði. Viðskiptavinir geta með þessum valkosti keypt tilbúna jólagjöf sem sparar þeim tíma og fyrirhöfn.
Stöðugar úrbætur með umhverfissjónarmið og endurvinnslu í huga
Undanfarin ár hefur MS aukið úrval umhverfisvænni gjafaumbúða og hafa þessar breytingar mælst einkar vel fyrir hjá viðskiptavinum. Leitað var til íslensks framleiðanda um hönnun og framleiðslu á pappakörfum og -kössum, sem vel hefði mátt kaupa á lægra verði frá erlendum framleiðanda og erum við stolt af því að geta boðið upp á umhverfisvænni og endurvinnanlegar gjafaumbúðir sem framleiddar eru á Íslandi.
Innfluttar bastkörfur eru enn nýttar á móti pappakörfunum en stefnt er að því að fækka þeim og jafnvel hætta að nota þær er birgðir klárast. Með þessu leitast fyrirtækið við að styrkja innlenda framleiðslu og draga úr kolefnisspori við flutning og dreifingu til viðskiptavina.
Mynd: ms.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin