Vertu memm

Food & fun

Food and Fun á næsta leiti

Birting:

þann

Matarhátíðin Food and Fun eða Fjör og Fæða verður haldin í sjöunda sinn dagana 20.-25. febrúar n.k. og það má með sanni segja að mikið líf og fjör verður á matsölustöðum borgarinnar.

Meginmarkmið hátíðarinnar er að fá 12 þekkta erlenda kokka til að elda úr íslensku hráefni og lífga upp á veitingahúsalíf höfuðborgarinnar. Kynning á íslensku hráefni er einnig veigamikill þáttur ásamt keppni milli kokkanna sem er hápunktur hátíðarinnar og fer fram á laugardaginn 23. febrúar.

Keppni kokkanna fer í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu á laugardeginum 23. febrúar, þar sem gestir og gangandi geta fylgst með tilþrifum þeirra og heppnir áhorfendur fá að bragða á kræsingunum. Hver og einn kokkur eldar þrjá rétti úr íslensku hráefni, einn fiskrétt, einn kjötrétt og einn eftirrétt. Dómararnir koma víða að eða frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi svo eitthvað sé nefnt.

Matarhátíðin Food and Fun hefur heppnast einstaklega vel og er haldin eins og áður sagði í sjöunda sinn og eru keppendur, dómarar, gestir sem/og forráðamenn matarhátíðarinnar hæstánægðir með hvernig til hefur tekist í gegnum árin.

Dómarar eru eftirfarandi:

  • Erwin Peters
  • Flora Mikula
  • Gray Kunz
  • Jeff Tunks
  • John Besh
  • Lorenzo Fasola Bologna
  • Roger Berkowitz
  • Wolfgang Lechner

Keppendur og veitingastaðir sem þeir koma til með að vera á, eru:

  • Andy Husbands – Rauðará steikhús
  • Carmelo Chiaramonte – Gullfoss veitingahús
  • Chris Parsons – Við tjörnina
  • Cliff Wharton – Sjávarkjallarinn
  • Geir Skeie – Silfur
  • Kaz Okochi – Fiskmarkaðurinn
  • Larry Finn – Hótel Holt
  • Maria José – La Primavera
  • Michael Björklund – Ekki vitað
  • Ollie Dabbous – Grillið
  • RJ Cooper – Ó veitingahús
  • Søren Ledet – Domo

Samkvæmt heimasíðu Food and Fun, þá eru veitingahúsin fleiri á listanum en keppendur:

  • Einar Ben
  • Perlan
  • Vox

Heimasíða Food and Fun: www.foodandfun.is

Freisting.is kemur til með að fylgjast vel með og flytja ykkur glóðvolgar fréttir frá matarhátíðinni ásamt myndum.

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið