Food & fun
Food and Fun á næsta leiti
Matarhátíðin Food and Fun eða Fjör og Fæða verður haldin í sjöunda sinn dagana 20.-25. febrúar n.k. og það má með sanni segja að mikið líf og fjör verður á matsölustöðum borgarinnar.
Meginmarkmið hátíðarinnar er að fá 12 þekkta erlenda kokka til að elda úr íslensku hráefni og lífga upp á veitingahúsalíf höfuðborgarinnar. Kynning á íslensku hráefni er einnig veigamikill þáttur ásamt keppni milli kokkanna sem er hápunktur hátíðarinnar og fer fram á laugardaginn 23. febrúar.
Keppni kokkanna fer í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu á laugardeginum 23. febrúar, þar sem gestir og gangandi geta fylgst með tilþrifum þeirra og heppnir áhorfendur fá að bragða á kræsingunum. Hver og einn kokkur eldar þrjá rétti úr íslensku hráefni, einn fiskrétt, einn kjötrétt og einn eftirrétt. Dómararnir koma víða að eða frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi svo eitthvað sé nefnt.
Matarhátíðin Food and Fun hefur heppnast einstaklega vel og er haldin eins og áður sagði í sjöunda sinn og eru keppendur, dómarar, gestir sem/og forráðamenn matarhátíðarinnar hæstánægðir með hvernig til hefur tekist í gegnum árin.
Dómarar eru eftirfarandi:
-
Erwin Peters
-
Flora Mikula
-
Gray Kunz
-
Jeff Tunks
-
John Besh
-
Lorenzo Fasola Bologna
-
Roger Berkowitz
-
Wolfgang Lechner
Keppendur og veitingastaðir sem þeir koma til með að vera á, eru:
-
Andy Husbands – Rauðará steikhús
-
Carmelo Chiaramonte – Gullfoss veitingahús
-
Chris Parsons – Við tjörnina
-
Cliff Wharton – Sjávarkjallarinn
-
Geir Skeie – Silfur
-
Kaz Okochi – Fiskmarkaðurinn
-
Larry Finn – Hótel Holt
-
Maria José – La Primavera
-
Michael Björklund – Ekki vitað
-
Ollie Dabbous – Grillið
-
RJ Cooper – Ó veitingahús
-
Søren Ledet – Domo
Samkvæmt heimasíðu Food and Fun, þá eru veitingahúsin fleiri á listanum en keppendur:
-
Einar Ben
-
Perlan
-
Vox
Heimasíða Food and Fun: www.foodandfun.is
Freisting.is kemur til með að fylgjast vel með og flytja ykkur glóðvolgar fréttir frá matarhátíðinni ásamt myndum.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





