Axel Þorsteinsson
Fallegir og bragðgóðir réttir | Þjónustan alltaf skemmtileg og fagmannleg | Agnar Sverrisson á Vox
Á vordögum var Iceland Air ásamt Vox með skemmtilega þemadaga á veitingarstaðnum Vox þar sem þeir fengu íslenska Michelin kokkinn Agnar Sverrison til að koma og töfra fram glæsilegan 6 rétta matseðil. Þegar við mættum var tekið vel á móti okkur og var húsfyllir sem mér þótti gaman að sjá og vissi ég að það var enn meira á laugardagskvöldinu.
Eftir smá spjall við meistarana var okkur vísað til borðs og það sem okkur var boðið upp á var:
Aspasinn var yndislegur á bragðið. Ferskt bragð af gúrkunni. Mjög mildur og góður fyrsti réttur.
Hef áður borðað rauðrófur eftir Agga og það er eitt af því sem mér finnst hann gera hvað best.
Virkilega fallegur og bragðgóður réttur, enn og aftur góð blanda á heitu og köldu auk skemmtilegra áferða út um allt.
Þetta var rétturinn sem var sístur fannst mér, ekki slæmur en vantaði eitthvað til að sprengja hann upp
Fullkomin eldun á góðu nauti, ljúffeng sósan með þó svo sumir hefðu ekki verið sáttir við froðu benna. Sveppirnir góðir með.
Virkilega ferskur endir á góðu kvöldi, gott skyrbragð í gegnum réttinn sem vann vel með rabarbaranum og myntunni.
Þjónustan á Vox finnst mér alltaf skemmtileg. Alls ekki stíf en alltaf mjög fagmannleg. Vín paranirnar voru einnig mjög góðar með. Það eina sem ég get sett út á þetta kvöld var biðin á milli rétta. Það komu tímar þar sem var 55 mínútur á milli rétta sem var helst til of langt, en annars voru þetta mjög fallegir og bragðgóðir réttir og gaman að sjá hvað íslendingar eiga góða kokka sem eru að gera frábæra hluti í hinum stóra heimi. Sælir og saddir gegnum við út í nóttina og hlökkum til að sjá hvaða snilling Icelandair kemur með næst.
Myndir: Axel
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill