Vertu memm

Axel Þorsteinsson

Fallegir og bragðgóðir réttir | Þjónustan alltaf skemmtileg og fagmannleg | Agnar Sverrisson á Vox

Birting:

þann

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson

Á vordögum var Iceland Air ásamt Vox með skemmtilega þemadaga á veitingarstaðnum Vox þar sem þeir fengu íslenska Michelin kokkinn Agnar Sverrison til að koma og töfra fram glæsilegan 6 rétta matseðil. Þegar við mættum var tekið vel á móti okkur og var húsfyllir sem mér þótti gaman að sjá og vissi ég að það var enn meira á laugardagskvöldinu.

 

Eftir smá spjall við meistarana var okkur vísað til borðs og það sem okkur var boðið upp á var:

Agnar Sverrisson á Vox

Nýupptekinn enskur spergill - Grafinn lax, sinnep, gúrka, rúgbrauð

Nýupptekinn enskur spergill – Grafinn lax, sinnep, gúrka, rúgbrauð

Aspasinn var yndislegur á bragðið. Ferskt bragð af gúrkunni. Mjög mildur og góður fyrsti réttur.

Enskar dvergrauðbeður - Geitaostur, snjór, hafrar, lauf

Enskar dvergrauðbeður – Geitaostur, snjór, hafrar, lauf

Hef áður borðað rauðrófur eftir Agga og það er eitt af því sem mér finnst hann gera hvað best.

Kóngakrabbi, hörpuskel - Kókoshneta, engifer, sítrónugras, coriander

Kóngakrabbi, hörpuskel – Kókoshneta, engifer, sítrónugras, coriander

Virkilega fallegur og bragðgóður réttur, enn og aftur góð blanda á heitu og köldu auk skemmtilegra áferða út um allt.

Íslenskur þorskur - Reykur, blómkál súrur, úthafsrækja

Íslenskur þorskur – Reykur, blómkál súrur, úthafsrækja

Þetta var rétturinn sem var sístur fannst mér, ekki slæmur en vantaði eitthvað til að sprengja hann upp

Kornalið bandarískt Rib eye - Myrkilsveppir, piparrót, ólívuolíu béarnaise, vatnakarsi

Kornalið bandarískt Rib eye – Myrkilsveppir, piparrót, ólívuolíu béarnaise, vatnakarsi

Fullkomin eldun á góðu nauti, ljúffeng sósan með þó svo sumir hefðu ekki verið sáttir við froðu benna. Sveppirnir góðir með.

Rabarbari, skyr - Krap, ís, mynta

Rabarbari, skyr – Krap, ís, mynta

Virkilega ferskur endir á góðu kvöldi, gott skyrbragð í gegnum réttinn sem vann vel með rabarbaranum og myntunni.

 

Þjónustan á Vox finnst mér alltaf skemmtileg. Alls ekki stíf en alltaf mjög fagmannleg. Vín paranirnar voru einnig mjög góðar með. Það eina sem ég get sett út á þetta kvöld var biðin á milli rétta. Það komu tímar þar sem var 55 mínútur á milli rétta sem var helst til of langt, en annars voru þetta mjög fallegir og bragðgóðir réttir og gaman að sjá hvað íslendingar eiga góða kokka sem eru að gera frábæra hluti í hinum stóra heimi. Sælir og saddir gegnum við út í nóttina og hlökkum til að sjá hvaða snilling Icelandair kemur með næst.

 

Myndir: Axel

/Hinrik

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið