Vertu memm

Keppni

Fagkeppni MFK

Birting:

þann

Logo MFK - Meistarafélag  kjötiðnaðarmannaFagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna verður haldin 8. og 9. mars í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Byrjað verður að dæma um klukkan 14:00 á fimmtudeginum.

Verðlaunaafhending mun fara fram á MFK deginum sem verður haldinn laugardaginn 10. mars á Hótel Natura (Loftleiðum) þar frá klukkan 14:00 – 16:00 sem MFK býður upp á léttar veitingar. Við verðlaunafhendingu verður mikið magn af verðlaunavörum til sýnis. Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar mun heiðra félagsmenn með nærveru sinni og aðstoða við verðlaunaafhendingu.

Búgreinafélögin hafa í gegnum tíðina verið MFK bestu samstarfsaðilar í þessari keppni og hafa komið að keppninni hvert með sínu lagi.

Landssamtök sauðfjárbænda veita „Lambaorðuna“, „Orðuna hljóti sá kjötiðnaðarmaður sem á bestu einstöku vöruna úr lambakjöti í fagkeppninni“.

Fagkeppni MFK - Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

Dómarar að störfum í keppninni um bestu skinkuna 2018

Landssamband kúabænda veitir viðurkenningu þeim kjötiðnaðarmanni sem á „bestu vöruna unna úr nautakjöti“. Félagið veitir farandverðlaunagrip og annan minni til eignar.

Svínaræktarfélag Íslands veitir viðurkenningu þeim kjötiðnaðarmanni sem á „bestu vöruna unna úr svínakjöti“. Félagið veitir farandverðlaunagrip og annan minni til eignar.

Félag kjúklingabænda veitir viðurkenningu þeim kjötiðnaðarmanni sem á bestu vöruna unna úr „alifuglakjöti“. Félagið veitir farandverðlaunagrip og annan minni til eignar.

Sjá einnig: Keppt um bestu skinku Íslands 2018

Auglýsingapláss

Kjötframleiðendur hf. veita verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr „folalda- eða hrossakjöti“.

Fagkeppni MFK - Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

Dómarar að störfum í keppninni um bestu skinkuna 2018

Flokkaverðlaun. Einnig hafa verið veitt verðlaun fyrir bestu vöru í eftirtöldum flokkum: Eldaðar vörur * Soðnar pylsur * Sælkeravörur * Kæfa / paté * Nýjungar Aukakeppni: Besti reykti / grafni laxinn * Besti reykti / grafni silungurinn.

Sjá einnig: Úrslit úr forkeppni Besta skinka Íslands 2018

Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu skinkuna 2018, en sú keppni hófst í haust með forkeppni og síðan bragðkeppni í Kringlunni nú á vorönn.

 

Myndir: Þorsteinn Þórhallsson‎

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið