Vertu memm

Uppskriftir

Engiferöl og habanero grafinn lax

Birting:

þann

Engiferöl og habanero grafinn lax

Engiferöl og habanero grafinn lax

2 dl gróft salt
1 dl púðursykur
1 dl sykur
3 msk dill
1 stk habanero chili eða bara eitthvað chili
1 flaska engiferöl

Aðferð:

Blandið saman saltinu, sykrinu og dillinu. Setjið 1/3 af blöndunni í fat og dreyfið vel úr því, leggið laxinn ofan á með roðhliðina niður. Setjið svo afganginn af saltblöndunni yfir. Skerið chili-ið fínt niður og raðið ofan á. Hellið svo engiferölinu yfir og geymið inni í ísskáp í 1-3 sólahringa, fer eftir þykkt á flakinu.

Höfundur er Hrefna Sætran.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið