Markaðurinn
Einstaklega mjúkur og bragðgóður rjómaostur / Nýr og endurbættur rjómaostur
Það þekkja flestir rjómaostinn í bláu dósunum en hann er nú kominn í nýjar umbúðir og það sem betra er að nú hefur osturinn verið endurbættur til muna svo hann er enn mýkri og bragðbetri en áður. Rjómaostur til matargerðar bráðnar sérlega vel og hentar í margs konar rétti á borð við lasanja, pastarétti og pizzur. Oft þarf ekki nema lítinn bita af rjómaosti til að gera sósuna eða súpuna einstaklega bragðgóða og svo er hann auðvitað frábær í ostakökur, kökukrem og ýmsa eftirrétti.
Við deilum hér með ykkur einfaldri uppskrift að gulrótarköku með dúnmjúku rjómaostakremi frá Gott í matinn en það er tilvalið að nota næstu daga og misseri til að prófa sig áfram með alls kyns heimabakstur.
Gulrótarkaka með rjómaostakremi
Botn:
250 g saxaðar döðlur
300 ml vatn
3 stk. egg
6 stk. meðalstórar gulrætur, rifnar
1 dl spelt
1 tsk. kanill
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 msk. vanilludropar
1 dl kókos
2 dl möndlur/kashjúhnetur/pekanhnetur
1 dl kókosolía
Krem:
400 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
2 dl flórsykur
1 tsk. vanilludropar
1 msk. hunang
Aðferð:
1. Hitið ofn í 170 gráður
2. Sjóðið vatn og döðlur saman og hrærið í með gaffli þar til það þykknar og blandast saman.
3. Þeytið egg vel og blandið öllum hráefnum saman.
4. Setjið í form með bökunarpappír í botni – venjulegt hringlaga smelluform passar vel.
5. Bakið í 50 mínútur við 170°C.
6. Kælið kökuna og búið til kremið.
7. Hrærið saman flórsykri, vanilludropum, rjómaosti og hunangi og smyrjið yfir kökuna þegar hún er orðin köld.
8. Berið fram með glasi af ískaldri mjólk.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






