Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Einn háþróaðasti veitingastaður heims opnar á Hafnartorgi – Róbotar sjá um að hrista kokteila

Birting:

þann

ICE+FRIES Glacierfire - Hafnartorg í Reykjavík

Róbotarnir Floki og Ragnar bjóða upp á yfir 100 tegundir af kokteilum

Einn tæknilega fullkomnasti bar heims opnaði um helgina í Hafnartorgi. Róbotar sjá um að hrista kokteila, þrívíddarprentaður matur er á boðstólum og hvert borð er með sérstakt hljóðkerfi, að því er fram kemur á mbl.is.

Staðurinn heitir ICE+FRIES Glacierfire og er staðsettur við Hafnartorg í Reykjavík. Boðið er upp á fjölmarga kokteila ásamt ýmsum léttum réttum.

ICE+FRIES Glacierfire - Hafnartorg í Reykjavík

Eigandi er Íslandsvinurinn Priyesh Patel sem stefnir á að opna fleiri staði víðsvegar um heiminn á næstunni. Í frétt í Morgunblaðinu segir að meira en 2 milljónum Bandaríkjadollara hefur verið varið í undirbúningsvinnu fyrir verkefnið en róbotarnir, sem hafa fengið nöfnin Ragnar og Flóki, geta hrist 150 kokteila á klukkustund.

Franskar kartöflur með súkkulaðiköku og súkkulaðisósu

ICE+FRIES Glacierfire - Hafnartorg í Reykjavík

Frumlegur réttur, franskar kartöflur með súkkulaðiköku og súkkulaðisósu

Réttirnir á matseðlinum eru í Street Food stíl með frönskum kartöflum, frambornar með ýmsu meðlæti, reyktum lax, kjúkling, naut, súkkulaðiköku og súkkulaðisósu svo fátt eitt sé nefnt. Sjá matseðil hér.

Eftirréttir eru fáir eða súkkulaðisjeik með strákartöflum og Sorbet sem heitir „Black Blóð“.

Drykkjarseðillinn er stór, en hann inniheldur skot, bjór, sterka drykki og yfir 100 tegundir af kokteilum sem að róbotarnir Floki & Ragnar framleiða.

Vídeó:

ICE+FRIES – Robotic Bar by Glacierfire.Come try out our gourmet fries and over 135 drinks made by robots!Amazing…

Posted by GlacierFire on Wednesday, April 22, 2020

Viðtal við Priyesh

Myndir: glacierfire.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið