Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Einn háþróaðasti veitingastaður heims opnar á Hafnartorgi – Róbotar sjá um að hrista kokteila
Einn tæknilega fullkomnasti bar heims opnaði um helgina í Hafnartorgi. Róbotar sjá um að hrista kokteila, þrívíddarprentaður matur er á boðstólum og hvert borð er með sérstakt hljóðkerfi, að því er fram kemur á mbl.is.
Staðurinn heitir ICE+FRIES Glacierfire og er staðsettur við Hafnartorg í Reykjavík. Boðið er upp á fjölmarga kokteila ásamt ýmsum léttum réttum.
Eigandi er Íslandsvinurinn Priyesh Patel sem stefnir á að opna fleiri staði víðsvegar um heiminn á næstunni. Í frétt í Morgunblaðinu segir að meira en 2 milljónum Bandaríkjadollara hefur verið varið í undirbúningsvinnu fyrir verkefnið en róbotarnir, sem hafa fengið nöfnin Ragnar og Flóki, geta hrist 150 kokteila á klukkustund.
Franskar kartöflur með súkkulaðiköku og súkkulaðisósu
Réttirnir á matseðlinum eru í Street Food stíl með frönskum kartöflum, frambornar með ýmsu meðlæti, reyktum lax, kjúkling, naut, súkkulaðiköku og súkkulaðisósu svo fátt eitt sé nefnt. Sjá matseðil hér.
Eftirréttir eru fáir eða súkkulaðisjeik með strákartöflum og Sorbet sem heitir „Black Blóð“.
Drykkjarseðillinn er stór, en hann inniheldur skot, bjór, sterka drykki og yfir 100 tegundir af kokteilum sem að róbotarnir Floki & Ragnar framleiða.
Vídeó:
ICE+FRIES – Robotic Bar by Glacierfire.Come try out our gourmet fries and over 135 drinks made by robots!Amazing…
Posted by GlacierFire on Wednesday, April 22, 2020
Viðtal við Priyesh
Myndir: glacierfire.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður