Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Dagur til heiðurs grænmetisneytandanum Bryan Adams | Veitingarýni: Krúska og Kryddlegin hjörtu

Birting:

þann

Bryan Adams flottur á sviðinu. Frá tónleikunum í Eldborgarsalnum í Hörpu

Bryan Adams flottur á sviðinu.
Frá tónleikunum í Eldborgarsalnum í Hörpu

Það var í hádegi á föstudeginum sem ég fór á Krúsku til að borða, þar sem þau eru með lokað um helgar. Á Krúsku er hollustan í fyrirrúmi og virðist þetta ganga bara nokkuð vel hjá þeim hjónum Kalla Eiríks matreiðslumanni og bróðir Sollu Eiriks hráfæðis matargerðarkonu og konu hans Valentínu Björnsdóttur, en þau reka einnig fyrirtækið Móðir Náttúra og hafa gert í nokkur ár.

Ég fékk mér fyrst:

Paprikusúpa með nýbökuðu brauði

Paprikusúpa með nýbökuðu brauði

Hún smakkaðist alveg prýðilega, reif aðeins í , fékk ég mér perusafa og var hann fantagóður.

Grænmetislasagna með klettasalats pesto, salati og hvítlaukssósu

Grænmetislasagna með klettasalats pesto, salati og hvítlaukssósu

Þetta er með því betra sem ég hef smakkað á grænmetis veitingastað og stóð þessi réttur fyllilega fyrir sínu og með þessu var drukkið Kristall árgangur 2014.

Ég fór bara mjög sáttur út af staðnum og hugsaði að þarna skyldi ég mæta aftur.

Svo var farið á laugardeginum um sexleitið á Kryddlegin hjörtu á Hverfisgötunni og snæddur kvöldverður þar. Þegar komið er inn þá er eins maður hefur á tilfinningunni að komið sé inn á indverskan stað, rauður litur, mikil gylling og glingur, veit ég ey hvort það sé gert með ráðum hug eða ekki. Ég fékk mér sæti og tók að skoða matseðillinn og að lokum ákvað ég að fá súpu dagsins en það er val um 4 súpur og svo hnetusteik með sveppasósu og salati og í eftirrétt var það döðluterta með þeyttum rjóma.

Súpurnar sem í boði voru: Sveppasúpa, Indversk grænmetissúpa, Salsasúpa með kjúkling og Indversk kjúklingasúpa.

Salsasúpa með kjúkling

Salsasúpa með kjúkling

Valdi ég Salsasúpuna með kjúklingi, svo var á borðinu meðlæti til að bæta út í súpuna að vild en þar var: sýrður rjómi, nachos flögur og rifinn ostur og er þetta mjög sniðugt að hver velur garnisinn í súpuna hjá sér. Súpan var kröftug en með ostinn og sýrða rjómann á móti kom þetta virkilega vel út og það stökk óvænt bros á kallinn.

Salatdiskur

Salatdiskur

Hnetusteik

Hnetusteik

Svo kom Hnetusteikin og ég náði mér í salatdisk af salatbarnum. Það var alveg á hreinu frá fyrsta bita að sá sem hafði eldað steikina var ekki að gera það í fyrsta sinn, því hún var alveg guðdómleg og hrein unun að borða hana.

Döðlukaka

Döðlukaka

Svo kom döðlukakan, hún var alveg í ætt við annað, mjög góð og hæfilega sæt, lokaði afburðarmáltíð sem að vissu leiti kom mér þægilega á óvart.

Svo var farið í Hörpuna og hlustað á Bryan Adams í rúma 2 tíma og það án þess að taka pásu við að flytja hverja gullperluna á eftir annarri og ætlaði þakið bókstaflega að rifna af húsinu, þvílík var stemmingin á tónleikunum.

Svo keyrði maður í nóttina og tók klukkutíma rúnt meðan maður var að melta þetta allt saman og ná niður hjartslættinum.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið