Uppskriftir
Bufftartar hugmyndir – Hvernig varð bufftartar til?
Sagt er að uppskriftin að „tatarabuffi“ (bufftartar) hafi orðið til í gamla daga þegar tatarar settu hrátt kjöt milli hnakks og hest til að kjötið yrði meyrt meðan þeir voru á reið. Síðar komust menn að því, að ef kjötið var skafið varð það algjört sælgæti.
Óneitanlega eru bestu hrábuffin úr sköfnu nautakjöti, en algengast er að þau séu gerð úr hökkuðu nautakjöti. Notið lundir eða innanlæri.
Áríðandi er að kjötið sé nýhakkað og sé ekki handfjatlað meira en nauðsyn krefur.
Ótal afbrigði eru til af tatarabuffi. Hér eru nokkrar uppskriftir og í þeim er gert ráð fyrir 150 gr af hökkuðu kjöti á mann.
Franska hrábuffið
Hellið tveimur eggjarauðum á mann í skál, hrærið í með trésleif og bætið út í 1/2 matsk. af frönsku, ljósu sinnepi, 2 matsk. olíu, 1/2 matsk. söxuðum lauk, 1/2 matsk. kapers, tveim skvettum af Worcestershiresósu og tveim skvettum Tabasco sósu.
Hrærið og bætið síðan út í 150 g af hökkuðu kjöti á mann.
Hrærið í með gaffli, setjið svolítið salt og pipar, leggið farsið á disk og mótið buffið svo það sé um 1,5 sm að þykkt. Grillið buffið ef einhver vill það heldur þannig. Stráið yfir saxaðri steinselju. Berið hrásalat með, súrmeti og ólivur.
Tatarabuff
Hrátt buff með miklum pipar fyrir þá sem vilja sterkan mat. Blandið saman 1 tesk af rifnum lauk, 1 tesk chilidufti og einni matsk. chilisósu á mann og hrærið kjötinu saman við með gaffli.
Motið lítil buff og skreytið með söxuðum sveppum, saxaðri papriku og steinselju, og ólivusneiðum
Pan American tatarabuff
Mótið stór ferköntuð hrábuff, ekki of þykk og skreytið með svörtum kavíar, söxuðum lauk og eggjarauðu.
Venjulegt tatarabuff
Mótið buff úr hakkinu, gerið í það skorur með hnífsegg og skreytið meö kapers, piparrót, söxuöum rauðrófum og fíntsöxuðum lauk. Setjið eggjarauöu innan 1 laukhring á miðjuna og berið fram salt og svartan pipar, helst í piparkvörn.
Breskt tatarabuff
Hrátt hakkabuff er skreytt með enskum súrum „pickles“ og í miðjuna er sett hálft linsoðið egg.
Sólaruppkoma
Mótið lítil buff og skreytið með fínt saxaðri púrru, litlum sneiðum af kryddsíld og setjið hráa eggjarauðu í miðjuna.
Fróðleikur þessi var birtur í heimilistímanum árið 1977.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?