Vín, drykkir og keppni
Brian Evans: „Misó er lykillinn að betri og bragðmeiri kokteilum“
Það er ekkert launungarmál að barþjónar í dag eyða miklum tíma í eldhúsinu við að undirbúa barinn sinn fyrir kvöldkeyrsluna.
Það hefur aukist töluvert að barþjónar sækja til að mynda innblástur frá matreiðslumönnum við að finna út hvað hentar best fyrir kokteilinn, hvaða matvæli er hægt að nota til að fá hugmyndaríka kokteila.
Eitt nýjasta hráefnið sem barþjónar sækja í er misó, sem er mauk af soðnum sojabaunum, koji og salti.
Í matargerð er misó notað í marineringar, dressingar, seyði og jafnvel pastasósur.
„Ég hef náð ótrúlegum árangri með því að blanda miso-mauki beint í sykur-, hlyns- eða hunangssíróp í kokteilana hjá mér“
segir Brian Evans.
Brian blandar misó í kokteilsíróp og er best að byrja á 10 prósentum af heildarþyngd sírópsins og fínstilla eftir smekk.
„Fyrir barmenninguna er misó leið til að bæta við flóru fjölbreytta kokteila“.
Segir Brian að lokum.
Mynd: Instagram / @heyitsmebrianevans
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit