Markaðurinn
Bragðbættir rjómaostar sem beðið hefur verið eftir
Rjómaostar eru í miklu uppáhaldi hjá matgæðingum landsins, hvort sem er í matargerð, á beyglur og brauð nú eða á ostabakkann. Eflaust munu margir gleðjast í næstu búðarferð því nú eru komnir á markað nýir bragðbættir rjómaostar frá MS.
Fimm tegundir eru í boði, hver annarri betri. Hreinn rjómaostur og rjómaostur með pipar eru endurbættar útgáfur rjómaosta sem áður voru á markaði en hinar þrjár tegundirnar eru glænýjar. Þetta eru rjómaostur með grillaðri papriku og chilli, rjómaostur með karamellíseruðum lauk og rjómaostur með graslauk og lauk.
Það verður spennandi að bæta þessum ljúffengu rjómaostum í matargerðina og hérna eru nokkrar hugmyndir um notkunarmöguleika.
Bragðbættir rjómaostar frá MS henta vel:
- Ofan á kex, brauð og beyglur
- Í sósugerð, bæði til að bragðbæta og þykkja þær
- Á pizzur og í pastarétti
- Í ofnbakaða rétti á borð við brauð- og fiskrétti
- Sem ídýfur með niðurskornu grænmeti og nachos flögum
- Í súpur og eggjahrærur
- Í hvað sem manni dettur í hug
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta11 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac