Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Borgarbomban á Steikhúsinu

Birting:

þann

Steikhúsið - Tryggvagötu

Steikhúsið - TryggvagötuÞað var núna í apríl sem ég ákvað að líta inn hjá þeim á Steikhúsinu og prófa þetta sem þeir kalla Borgarbomban og er fyrsta sunnudag hvers mánaðar.

Steikhúsið - TryggvagötuEitthvað svona öðruvísi og gaman að sjá hvernig markaðurinn tæki því, var mættur um sexleitið og vísað til borðs og þjónninn var mjög kunnuglegur en það var hann Árni frá Húsavík, ætlaði hann að sjá um mig þar inni og var það ekki leiðinlegt að vita það. Það þurfti engan matseðill því það var tilboð dagsins og engar refjar með það, bensín kom á kantinn og svo slakaði maður bara á og naut umhverfisins og iðandi mannlífi því stöðugur straumur var inn á staðinn og var ég spenntur að sjá pantanir hjá fólkinu.

Borgarbomban á Steikhúsinu

Borgarbomban á Steikhúsinu

Steikhúsið - TryggvagötuSvo kom bomban og leit hún virkilega flott út, en í henni er 180 gr. briefylltur hamborgari með sýrðu grænmeti, mango chutney, chipolate, beikon og þrísteiktum kartöflum.

Bað ég um béarnaise sósu með og svo hófust leikar, þetta var alveg magnað algjört sælgæti, fyrir utan að béarnaise sósan var þunn eins og vatn.

Skyr og lakkrísterta með mangósósu

Skyr og lakkrísterta með mangósósu

Árni eins og sönnum þjóni, tókst að pranga inn á mig eftirrétti og var skyr og lakkrísterta með mangósósu fyrir valinu.

Tertan kom fljótlega, síðast þegar ég kom var uppistaðan í réttinum rjómaostur, en nú hafði skyri verið skipt inn í staðinn, þetta er syndsamlega góður eftirréttur, eina að mangó maukið er svo bragðsterkt að lakkrísbragðið fannst ekki, en skyrið gerir honum bara gott, verður ferskari fyrir vikið.

Níels, Hjörtur og Árni

Níels, Hjörtur og Árni

Þegar ég var að ganga út rúmlega 19:00, þá voru Níels, Hjörtur og Árni að byrja aðra umsetningu þetta kvöldið og hvað haldið þið að hafi verið vinsælast, jú Borgarbomban.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið