Markaðurinn
Biðin er á enda og burrata er á leið í verslanir
Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri og öðru hverju hefur þessi dásamlegi ostur fengist í verslunum. Frá því framleiðsla á íslenskum burrata hófst fyrir nokkrum árum síðan hefur eftirspurnin verið mun meiri en framleiðslugeta og því hafa færri fengið að njóta en við hefðum kosið. Burrata ostur er fersk mozzarellakúla fyllt með mildri rjómaostafyllingu og er óhætt að segja að hver einasta kúla sé sannkallað listaverk. Mikil vinna fylgir framleiðslu á þessum dásamlega osti sem hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn.
Með góðri hjálp frá ítölskum ostameisturum og nýjustu tækni höfum við nú loksins náð góðum takti í framleiðslu á ostinum góða og geta matgæðingar landsins glaðst yfir því að burrata er kominn til að vera og verður áður en langt um líður í föstu vöruúrvali í ostakælum verslana.
Sjá nánar hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025