Keppni
Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi
Komo mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubita verðlaununum (e. European Street Food Awards) sem er stærsta götubita keppni í heimi. Keppnin sjálf fer fram í Saarbrucken í Þýskalandi dagana 4. – 6. október og mun Komo keppa við 18 aðrar Evrópu þjóðir um titilinn „Besti Götubitinn í Evrópu“.
Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til 9 verðlauna.
- Tiger balls
- Melónusalat
Í ár sigraði hann í flokkunum um „besti smábitinn“ og „besti grænmetisbitinn“ með thai melónusalat og í fyrra sigraði hann sem „besti smábitinn“ með „Korean fried tiger balls“ en þetta eru einmitt réttirnir sem verða á boðstólum á hátíðinni.
Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu á eftirfarandi samfélagsmiðlum Komo:
Facebook: @komorvk
Instagram: @komorvk
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni










