Vertu memm

Keppni

Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Birting:

þann

Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi - KOMO

Atli Snær á KOMO ásamt fjölskyldu

Komo mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubita verðlaununum (e. European Street Food Awards) sem er stærsta götubita keppni í heimi. Keppnin sjálf fer fram í Saarbrucken í Þýskalandi dagana 4. – 6. október og mun Komo keppa við 18 aðrar Evrópu þjóðir um titilinn „Besti Götubitinn í Evrópu“.

Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til 9 verðlauna.

Í ár sigraði hann í flokkunum um „besti smábitinn“ og „besti grænmetisbitinn“ með thai melónusalat og í fyrra sigraði hann sem „besti smábitinn“ með „Korean fried tiger balls“ en þetta eru einmitt réttirnir sem verða á boðstólum á hátíðinni.

Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu á eftirfarandi samfélagsmiðlum Komo:

Facebook: @komorvk

Instagram: @komorvk

Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi - KOMO

KOMO í flutningum

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið