Keppni
Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi
Komo mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubita verðlaununum (e. European Street Food Awards) sem er stærsta götubita keppni í heimi. Keppnin sjálf fer fram í Saarbrucken í Þýskalandi dagana 4. – 6. október og mun Komo keppa við 18 aðrar Evrópu þjóðir um titilinn „Besti Götubitinn í Evrópu“.
Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til 9 verðlauna.
- Tiger balls
- Melónusalat
Í ár sigraði hann í flokkunum um „besti smábitinn“ og „besti grænmetisbitinn“ með thai melónusalat og í fyrra sigraði hann sem „besti smábitinn“ með „Korean fried tiger balls“ en þetta eru einmitt réttirnir sem verða á boðstólum á hátíðinni.
Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu á eftirfarandi samfélagsmiðlum Komo:
Facebook: @komorvk
Instagram: @komorvk
Myndir: aðsendar

-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps