Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Alþjóðlegi gin dagurinn fagnaður með stæl á Kokteilbarnum og Monkey’s

Birting:

þann

Alþjóðlegi gin dagurinn fagnaður með stæl á Kokteilbarnum og Monkey’s

Kokteilbarinn og Monkey’s ætla að fagna Alþjóðlega gin deginum með sérstökum kokteilviðburði laugardaginn 14. júní. Í tilefni dagsins hafa kokteilsérfræðingar Kokteilbarsins sett saman glæsilegan pop-up seðil þar sem fjögur ólík gin fá að njóta sín í frumlegum og vel útfærðum kokteilum.

Á seðlinum má finna Gin Mare frá Spáni, Stockholm Bränneri frá Svíþjóð, Canaïma frá Suður-Ameríku og hið íslenska Marberg gin. Hver kokteill er hannaður með það að leiðarljósi að draga fram sérstöðu og bragðeinkenni hvers gins fyrir sig.

Kokteilarnir verða í boði á sérstöku PopUp-verði og mun DJ Eva Luna halda stemningunni lifandi með völdum tónlistarlögum kvöldið á enda.

Þetta er einstakur viðburður sem enginn gináhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið