Markaðurinn
ABT í nýjum umbúðum
Abt-mjólkina frá MS þekkja flestir en 30 ár eru nú liðin frá því að þessi vinsæla vara kom á markað. Áferðamjúk og bragðgóð jógúrtin og stökkt kornið er ómissandi hluti af fjölbreyttu mataræði margra en vörurnar innihalda hina heilnæmu a- og b-gerla sem treysta mótstöðuafl líkamans í meltingarvegi og gera þannig óæskilegum gerlum erfitt uppdráttar.
Í tilefni þessara tímamóta er Abt-mjólkin nú komin í nýjar tveggja hólfa umbúðir og þótti tilvalið að uppfæra útlit umbúðanna í takt við nýja tíma.
„Við hönnun á nýju umbúðum vildum við halda í hvítan grunnlit en gera meira úr fallegum litum til að aðgreina bragðtegundirnar og bættum við mynd af skeið þar sem topplokið með skeiðinni hefur verið fjarlægt,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri ferskvara hjá MS.
„Engar breytingar hafa verið gerðar á vörunni sjálfri en við erum stolt að segja frá því að umbúðirnar innihalda minna plast en áður og endurvinnsluflokkun er einfaldari þar sem bæði dós og lok flokkast saman.“
Abt-mjólkin fæst í fjórum bragðtegundum og hentar vel sem morgunverður eða millimál þar sem hún hjálpar okkur að skapa stöðugleika í líkamanum og lífinu með góðum gerlum og góðu bragði.
Skoða nánar á ms.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






