Keppni
Á morgun laug. 14. feb. er síðasti séns að senda inn uppskriftir | Matreiðslumaður ársins
Á morgun laugardaginn 14. febrúar er síðasti séns að senda inn uppskriftir fyrir keppnina um titilinn Matreiðslumaður ársins. Í uppskriftinni þarf þorskur að vera í aðalhlutverki.
Allar uppskriftir sendast á netfangið: [email protected]
Á þriðjudaginn 17. febrúar verða 10 uppskriftir sem valdar voru kynntar og hvaða matreiðslumenn það eru sem elda réttinn fyrir dómara. Þessir tíu matreiðslumenn keppa síðan í forkeppninni sem fram fer 23. febrúar á Kolabrautinni í Hörpunni og eru allir velkomnir til að horfa á.
Hver keppandi eldar sína uppskrift fyrir 10 manns og hafa 1 klukkustund til þess og mega koma með allt tilbúið, en keppnin hefst klukkan 10:30 og fjórir efstu í forkeppninni komast áfram.
4ra manna úrslitin – 1. mars
Sunnudaginn 1. mars verða síðan 4ra manna úrslitin í Smurstöðinni í Hörpunni þar sem Matreiðslumaður ársins verður valinn. Á sama tíma fer fram Food & Fun hátíðin og sívinsæli Matarmarkaður Búrsins.
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar eða hringja í:
Björn Braga í síma 6929903
Bjarna Gunnar í síma 6926643
Nostalgia
Til gamans þá er hægt að skoða myndir frá keppninni Matreiðslumaður ársins 2001 með því að smella hér.
Samsett mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum