Keppni
Á morgun laug. 14. feb. er síðasti séns að senda inn uppskriftir | Matreiðslumaður ársins

Matreiðslumaður ársins 2001.
Elmar Kristjánsson, hreppti titilinn matreiðslumaður ársins 2001 og í öðru sæti lenti Bjarni Gunnar Kristinsson og í þriðja sæti lenti Ragnar Ómarsson matreiðslumaður. Bjarni hlaut einnig verðlaun fyrir besta saltfiskréttinn og Ragnar fyrir besta kjötréttinn.
Á morgun laugardaginn 14. febrúar er síðasti séns að senda inn uppskriftir fyrir keppnina um titilinn Matreiðslumaður ársins. Í uppskriftinni þarf þorskur að vera í aðalhlutverki.
Allar uppskriftir sendast á netfangið: [email protected]
Á þriðjudaginn 17. febrúar verða 10 uppskriftir sem valdar voru kynntar og hvaða matreiðslumenn það eru sem elda réttinn fyrir dómara. Þessir tíu matreiðslumenn keppa síðan í forkeppninni sem fram fer 23. febrúar á Kolabrautinni í Hörpunni og eru allir velkomnir til að horfa á.
Hver keppandi eldar sína uppskrift fyrir 10 manns og hafa 1 klukkustund til þess og mega koma með allt tilbúið, en keppnin hefst klukkan 10:30 og fjórir efstu í forkeppninni komast áfram.
4ra manna úrslitin – 1. mars
Sunnudaginn 1. mars verða síðan 4ra manna úrslitin í Smurstöðinni í Hörpunni þar sem Matreiðslumaður ársins verður valinn. Á sama tíma fer fram Food & Fun hátíðin og sívinsæli Matarmarkaður Búrsins.
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar eða hringja í:
Björn Braga í síma 6929903
Bjarna Gunnar í síma 6926643
Nostalgia
Til gamans þá er hægt að skoða myndir frá keppninni Matreiðslumaður ársins 2001 með því að smella hér.
Samsett mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur