Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Á bak við tjöldin með Kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum – Vídeó

Birting:

þann

Kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum 2016

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumeistari Hörpunnar var dómari á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Erfurt í Þýskalandi þar sem Íslenska Kokkalandsliðið keppti og náði 9. sætinu.

Bjarni hefur klippt saman myndbrotum úr snappi veitingageirans og frá sínu eigin og útkoman skemmtileg sem gefur smá innsýn í hvernig Ólympíuleikarnir fara fram á bak við tjöldin og með augum dómara.

Tveir Íslenskir dómarar dæmdu á Ólympíuleikunum í matreiðslu, þeir Bjarni Gunnar Kristinsson og Jakob H. Magnússon matreiðslumeistarar.  Bjarni dæmdi í ungkokkalandsliða undir 25 ára þar sem keppt var um að setja upp hlaðborð sem hægt er að borða ( Live cooking station eatable buffet ).  Þemað var svipað eins og Bocuse d´Or keppnin þar sem áhorfendur fögnuðu mikið þegar keppendur báru matinn fram á borð keppnisliða.  Í hverju liði voru 5 kokkar sem fengu 5 klukkustundir í undirbúning til að elda fyrir 12 gesti sem innihélt 2 heita pinna, 2 kalda pinna, fiskfat framreitt á disk og svo aðalréttur og eftiréttur á disk.  Öll úrslitin úr Ólympíuleikunum í matreiðslu er hægt að nálgast með því að smella hér.

Vídeó

 

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Auglýsingapláss

Vídeó: Bjarni Gunnar Kristinsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið