Bjarni Gunnar Kristinsson
Á bak við tjöldin með Kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum – Vídeó

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumeistari Hörpunnar var dómari á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Erfurt í Þýskalandi þar sem Íslenska Kokkalandsliðið keppti og náði 9. sætinu.
Bjarni hefur klippt saman myndbrotum úr snappi veitingageirans og frá sínu eigin og útkoman skemmtileg sem gefur smá innsýn í hvernig Ólympíuleikarnir fara fram á bak við tjöldin og með augum dómara.
Tveir Íslenskir dómarar dæmdu á Ólympíuleikunum í matreiðslu, þeir Bjarni Gunnar Kristinsson og Jakob H. Magnússon matreiðslumeistarar. Bjarni dæmdi í ungkokkalandsliða undir 25 ára þar sem keppt var um að setja upp hlaðborð sem hægt er að borða ( Live cooking station eatable buffet ). Þemað var svipað eins og Bocuse d´Or keppnin þar sem áhorfendur fögnuðu mikið þegar keppendur báru matinn fram á borð keppnisliða. Í hverju liði voru 5 kokkar sem fengu 5 klukkustundir í undirbúning til að elda fyrir 12 gesti sem innihélt 2 heita pinna, 2 kalda pinna, fiskfat framreitt á disk og svo aðalréttur og eftiréttur á disk. Öll úrslitin úr Ólympíuleikunum í matreiðslu er hægt að nálgast með því að smella hér.
Vídeó
Myndir: skjáskot úr myndbandi
Vídeó: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt1 dagur síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni12 klukkustundir síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó





