Bjarni Gunnar Kristinsson
Á bak við tjöldin með Kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum – Vídeó
Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumeistari Hörpunnar var dómari á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Erfurt í Þýskalandi þar sem Íslenska Kokkalandsliðið keppti og náði 9. sætinu.
Bjarni hefur klippt saman myndbrotum úr snappi veitingageirans og frá sínu eigin og útkoman skemmtileg sem gefur smá innsýn í hvernig Ólympíuleikarnir fara fram á bak við tjöldin og með augum dómara.
Tveir Íslenskir dómarar dæmdu á Ólympíuleikunum í matreiðslu, þeir Bjarni Gunnar Kristinsson og Jakob H. Magnússon matreiðslumeistarar. Bjarni dæmdi í ungkokkalandsliða undir 25 ára þar sem keppt var um að setja upp hlaðborð sem hægt er að borða ( Live cooking station eatable buffet ). Þemað var svipað eins og Bocuse d´Or keppnin þar sem áhorfendur fögnuðu mikið þegar keppendur báru matinn fram á borð keppnisliða. Í hverju liði voru 5 kokkar sem fengu 5 klukkustundir í undirbúning til að elda fyrir 12 gesti sem innihélt 2 heita pinna, 2 kalda pinna, fiskfat framreitt á disk og svo aðalréttur og eftiréttur á disk. Öll úrslitin úr Ólympíuleikunum í matreiðslu er hægt að nálgast með því að smella hér.
Vídeó
Myndir: skjáskot úr myndbandi
Vídeó: Bjarni Gunnar Kristinsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið