Markaðurinn
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
Ótrúlega góður réttur sem hentar vel í helgarbrunchinn eða í kvöldmatinn þegar þú nennir ekki að elda. Svo ótrúlega einfalt og gott.
Innihald:
ostakubbur frá MS 250 g
10 egg
salt og pipar
basilika fersk eða þurrkuð
súrdeigsbrauð eða annað brauð
eitthvað grænt sem skraut, dill, steinselja, fersk basilíka (má sleppa)
Aðferð
Ostakubburinn og eggin eru sett í eldfast mót ásamt kryddunum, þetta er svo hitað í ofni við 200 gráður í um 10 – 12 mínútur. Þessu er öllu blandað saman þegar rétturinn kemur úr ofninum og smurt á ristað súrdeigsbrauð eða hrökkbrauð.
Það er gott að eggin séu ekki alveg full elduð, eldunartíminn gæti verið misjafn milli ofna 8-10 mínútur gætu dugað.
Ef eggin full eldast í ofninum er erfiðara að blanda þeim við ostinn en þá má einnig bæta örlítið af ab mjólk út í til að eggin blandist betur við ostakubbinn.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?