Vertu memm

Markaðurinn

Skapandi konfektmeistari óskast

Birting:

þann

ÚTÚRKÚ súkkulaðigerð

ÚTÚRKÚ súkkulaðigerð óskar eftir starfsmanni til að sjá um framleiðslu og frekari þróun á konfekti, súkkulaði og öðrum nýjungum á vegum félagsins. ÚTÚRKÚ var stofnað árið 2023 og leggur áherslu á að framleiða afburða konfekt og súkkulaði úr fyrsta flokks hráefni.
Starfið veitir tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á skemmtilegu og lifandi vörumerki. Starfið er fjölbreytt og sköpunargleði fær að njóta sín.
60-100% starf kemur til greina. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Starfsstöð er á Nýbýlavegi í Kópavogi.
Helstu verkefni og ábyrgð

  • Framleiðsla á súkkulaði, konfekti og tengdum vörum
  • Pökkun og umsjón með lager
  • Þjónusta við viðskiptavini eftir þörfum
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur

  • Konditor eða bakaramenntun
  • Sköpunargleði og ástríða fyrir iðninni
  • Reynsla af konfektgerð
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð hugsun
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Stundvísi og áreiðanleiki
Umsóknir sendist á [email protected]

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið