Markaðurinn
Skapandi konfektmeistari óskast
ÚTÚRKÚ súkkulaðigerð óskar eftir starfsmanni til að sjá um framleiðslu og frekari þróun á konfekti, súkkulaði og öðrum nýjungum á vegum félagsins. ÚTÚRKÚ var stofnað árið 2023 og leggur áherslu á að framleiða afburða konfekt og súkkulaði úr fyrsta flokks hráefni.
Starfið veitir tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á skemmtilegu og lifandi vörumerki. Starfið er fjölbreytt og sköpunargleði fær að njóta sín.
60-100% starf kemur til greina. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Starfsstöð er á Nýbýlavegi í Kópavogi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framleiðsla á súkkulaði, konfekti og tengdum vörum
- Pökkun og umsjón með lager
- Þjónusta við viðskiptavini eftir þörfum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Konditor eða bakaramenntun
- Sköpunargleði og ástríða fyrir iðninni
- Reynsla af konfektgerð
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð hugsun
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Stundvísi og áreiðanleiki
Umsóknir sendist á [email protected]

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti