Keppni
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu

Bjarki Snær Þorsteinsson tók þátt í Global Vegan Chef Challenge með Maríu Ósk Steinsdóttur sér til halds og trausts.
Í dag tóku íslensku matreiðslumennirnir Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir þátt í forkeppni Vegan Global Chef á sýningunni Bear and Food Attraction í Rimini, Ítalíu.
Sjá einnig: Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
Þetta er í annað sinn sem þessi forkeppni fer fram í Rimini, en aðalkeppnin mun næst fara fram í Wales árið 2026.
Bjarki og María hófu keppni klukkan 07:45 að staðartíma og höfðu tvær klukkustundir til að útbúa tveggja rétta vegan máltíð. Engin skilgreind hráefni voru fyrirfram ákveðin, þannig að keppendur gátu sjálfir valið hvað þeir elduðu. Þau skiluðu báðum réttum á réttum tíma, og litu þeir mjög vel út.
Forréttur:
Ravioli með tófu- og skessujurtar fyllingu
Tómatseyði
Þurrkaðir tómatar
Valhnetur
Stökk salvía
Aðalréttur:
Jarðskokkapressa
Kartafla með linsubaunafyllingu
Vatnsdeigsbakstur með svepparagú
Gljáð gulrót
Ragú með sojabaunum, kantarellum og kínóa
Pólentufroða
Sveppa- og laukgljái
Niðurstöður keppninnar verða tilkynntar síðar, en frammistaða Bjarka og Maríu lofar góðu fyrir framhaldið.
Fréttir beint frá vettvangi!
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, streymir frá Global Chef-keppnunum í Ítalíu.
Mynd: kokkalandslidid.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?