Frétt
Innkalla pylsur frá Pylsumeistaranum
Matvælastofnun varar neytendur við sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi, við öllum framleiðslulotum af Frankfurt pylsur frá Pylsumeistaranum ehf. vegna þess að þær innihalda sinnep sem ekki er getið á umbúðunum. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Innköllunin á við allar framleiðslulotur af Frankfurt pylsum:
- Vöruheiti: Frankfurter pylsa
- Vörumerki: Pylsumeistarinn
- Framleiðandi: Kjöt-og pylsumeistarinn ehf, 112 Kársnesbraut, 200 Kópavogur
- Best fyrir dagsetning: Allar lotur
- Strikamerki: 2300017004724
- Dreifing: Melabúðin og Pylsumeistarinn.
Neytendur sem keypt hafa vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila í verslun.
Mynd: mast.is
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hátíðarkveðjur