Keppni
Runar er Besti kokkur norðurskautsins
Nú um helgina fór fram keppnin Arctic Young Chef, samhliða alþjóðlegu Arctic Cirle ráðstefnunni, þar sem keppt var um titilinn Besti kokkur norðurskautsins. Keppnin var haldin í Hörpunni þar sem fjögur lönd kepptu til úrslita, en þau voru Ísland, Færeyjar, Grænland og Noregur.
Það var Runar Helgeland frá Noregi sem hreppti titilinn Besti kokkur norðurskautsins eftir harða keppni.
Þeir fjórir sem kepptu til úrslita voru (raða eftir stafrófsröð):
Andrés Björgvinsson frá Íslandi
Lars Abelsen frá Grænlandi
Runar Helgeland frá Noregi
Sebastian Jiménes Garcia frá Færeyjum
Í úrslitakeppninni höfðu keppendur 3,5 klukkustunda til að undirbúa þriggja rétta máltíð og og þurftu keppendur að nota sérstakt grunnhráefni í hvern rétt sem samanstóð af saltfiski í forrétt, lambaháls og lambahjörtu í aðalrétt, og rabarbara í eftirrétt.
Að auki staðbundið hráefni, frá aðildarlöndum NORA, spiluðu stórt hlutverk í hverjum rétti, en þau voru:
Frá Færeyjum: Þang – Fyrir forréttinn.
Frá Noregi: Múluber – Fyrir aðalréttinn.
Frá Grænlandi: Bjór frá grænlensku brugghúsi – Fyrir aðalréttinn.
Frá Íslandi: Skyr – Fyrir eftirréttinn.
Forréttur Helgeland var Brandada með þangi og saltfisk, aðalrétturinn var lambaterrine með lambahjarta með norskum múluberjum og grænlenskum bjór. Eftirrétturinn var rabarbaraeftirréttur byggður á bernskuminningum Helgeland, sem hann kallaði „rabarbarasúpa ‘hefð'“. Rabarbarinn var sameinaður íslensku skyri.
Dómarar keppninnar voru Ægir Friðriksson frá Íslandi, Per Theodor Tørrisen frá Noregi, Habi Khaliqdad frá Grænlandi og Janus Einar Sørensen frá Færeyjum. Eftir keppnina sögðu þeir:
„Sigurvegarinn sýndi mjög fagmannlega nálgun við réttina. Hann sýndi framúrskarandi tækni, nýsköpun, bragð og framsetningu.
Réttirnir voru aðlagaðir að þema keppninnar ‘matur fyrir marga’. Forrétturinn og eftirrétturinn gætu auðveldlega verið notaðir í skólamötuneytum.“
Runar Helgeland sagði eftir keppnina:
„Það er svo mikilvægt að halda keppnir sem þessar, þar sem ungu kokkarnir fá tækifæri til að upplifa frábæra möguleika í eldhúsinu á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi.
Ég vona að þetta leiði til aukins samstarfs milli ungra kokka á okkar svæði. Ég er þakklátur fyrir að vinna þessa keppni, og keppnin var á mjög háu stigi.“
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin. Eryk Olszewski, einnig frá Noregi, var aðstoðarmaður Runars Helgelands.
Til að komast í úrslitin í Hörpunni þá var haldin undanúrslit í öllum löndunum og fyrsta keppnin var haldin á Íslandi þar sem Andrés Björgvinsson sigraði í þeirri keppni.
Sjá einnig: Andrés verður fulltrúi Íslands í Arctic Young Chef keppninni
Næst var keppnin haldin á Grænlandi þar sem Lars Abelsen hreppti fyrsta sætinu, þriðja í Færeyjum sem Sebastian Jiménez Garcia vann og það síðasta í Mosjøen Noregi sem Runar Helgeland vann.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla