Vertu memm

Uppskriftir

Bakaður Camembert með hindberjum

Birting:

þann

Bakaður Camembert með hindberjum

Bakaður Camembert með hindberjum

Gott er að gera einfaldan eftirrétt úr íslenskum osti sem ljúffengt er að gæða sé á eftir vel heppnaða máltíð.

Fyrir 4

Hráefni:

1 stk. Camembert, Gullost, Auður eða annar hvítmygluostur
nokkur hvítlauksrif
50 ml góð ólífuolía
1 msk. hindberjasulta
1 askja hindber
stökkt kex eða brauð

Aðferð:

Gatið ostinn og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Stráið fínt sneiddum hvítlauk yfir ásamt nýmuldum pipar.

Þá er osturinn bakaður við 170 °C gráður í 5-10 mín. Setjið sultu ofan á ostinn eftir eldun ásamt ferskum hindberjum.

Framreiðið í bréfinu með brauði eða stökku kexi að eigin vali.

Gott er að nota bakaða ostinn sem ídýfu með brauði, hindberjum og hunangi.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið