Uppskriftir
Bakaður Camembert með hindberjum
Gott er að gera einfaldan eftirrétt úr íslenskum osti sem ljúffengt er að gæða sé á eftir vel heppnaða máltíð.
Fyrir 4
Hráefni:
1 stk. Camembert, Gullost, Auður eða annar hvítmygluostur
nokkur hvítlauksrif
50 ml góð ólífuolía
1 msk. hindberjasulta
1 askja hindber
stökkt kex eða brauð
Aðferð:
Gatið ostinn og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Stráið fínt sneiddum hvítlauk yfir ásamt nýmuldum pipar.
Þá er osturinn bakaður við 170 °C gráður í 5-10 mín. Setjið sultu ofan á ostinn eftir eldun ásamt ferskum hindberjum.
Framreiðið í bréfinu með brauði eða stökku kexi að eigin vali.
Gott er að nota bakaða ostinn sem ídýfu með brauði, hindberjum og hunangi.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum