Frétt
Einar í Grillbúðinni leggur spaðanum og afhendir keflið áfram
Einar Long, sem rekið hefur Grillbúðina um árabil, hefur ákveðið að setjast í helgan stein og afhenda keflið áfram og mun Húsasmiðjan taka við þeim afbragðs vörumerkjum sem seld hafa verið í versluninni um 17 ára skeið.
Helsta áhersla Grillbúðarinnar hefur verið á þýsku Landmann og Enders grillunum ásamt ýmsum tengdum vörum og fylgihlutum. Landmann grillin þekkja margir af gæðum og endingu og hafa verið í boði hjá Grillbúðinni frá upphafi. Þá hafa Enders grillin einnig notið fádæma vinsælda síðustu ár enda margverðlaunuð og mest seldu grillin í heimalandinu. Bæði Landmann og Enders grillin munu nú bætast við hið fjölbreytta úrval Húsasmiðjunnar.
„Það hafa verið forréttindi að geta aðstoðað Íslendinga við að grilla síðustu árin, enda erum við meiri grillþjóð en gengur og gerist. Erlendis grilla menn yfirleitt þegar veður er gott en við grillum hvernig sem viðrar. Á þessum tímamótum viljum við hjónin þakka öllum okkar viðskiptavinum fyrir tryggðina í gegnum árin en nú gefst okkur meiri tími til að sinna fjölskyldu og áhugamálum,“
segir Einar.
Húsasmiðjan tekur á þessum tímamótum við vörumerkjum Grillbúðarinnar og bætast þau þá við fjölbreytta flóru grilla og aukabúnaðar sem fyrir var hjá Húsasmiðjunni.
„Einar hefur verið ákveðinn kyndilberi í íslenskri grillmenningu og það er okkur heiður að taka við Landmann og Enders af honum og bjóða viðskiptavinum okkar upp á enn fjölbreyttara og betra úrval grilla og þeirra aukahluta sem fylgja.
Einnig breikkar jafnframt úrval Húsasmiðjunnar í pallahiturunum, eldstæðum og í ýmsum ljósum. Þegar Einar viðraði þá hugmynd að við tækjum við keflinu af honum, var okkur ánægja að segja já,“
segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnnar.
„Nú er grilltíminn að hefjast fyrir alvöru og við hlökkum til að taka á móti grillurum og bjóða þeim áfram besta og fjölbreyttasta úrval grilla og aukahluta sem nauðsynlegir eru. Við höfum einnig verið að fara yfir vöruúrval Landmann og Enders og sjáum tækifæri á að efla enn vöruflóruna með nýjungum frá þessum sterku vörumerkjum,“
segir Árni.
Húsasmiðjan mun á næstu dögum kynna Grillbúðina fyrir viðskiptavinum Húsasmiðjunnar með tilhlökkun um gott grillsumar fyrir alla grillara landsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






