Vertu memm

Markaðurinn

Ómótstæðilegar páskaeggja pavlóvur frá Lindu Ben

Birting:

þann

Ómótstæðilegar páskaeggja pavlóvur frá Lindu Ben

Nú styttist í páskana og eflaust eru margir sælkerar farnir að sleikja út um og fægja hnífapörin því það eru ekki bara páskaeggin sem gleðja.

Víst er að veisluborðum verður slegið upp víða um land og þá er ekki úr vegi að tína til skemmtilegar uppskriftir að sætindum til að setja punktinn aftan við dásamlega máltíð, eða til að prýða krásum hlaðin kaffiboð.

Linda Ben töfraði fram þessa girnilegu uppskrift að karamellu páskaeggja pavlóvum sem sæma hvaða veisluborði sem er.

„Það er dásamlega skemmtilegt að leika sér með litlu Nóa páskaeggin sem hráefni eins og í þessari uppskrift,“

segir Linda aðspurð um notkunina á litlu Dore páskaeggjunum sem leika stórt hlutverk í þessum eftirrétti og vöktu forvitni okkar.

„Fyrir það fyrsta eru þau einstaklega falleg og það er skemmtilegt að nýta formið til að fylla þau með rjómanum en svo eru þau auðvitað einnig ótrúlega gómsæt.

Bragðið parast nefnilega mjög vel með pavlóvunum og karamellusúkkulaði rjómanum,“

bætir Linda við og við höfum enda ástæðu til að efast um þau orð. Nú er bara að setja á sig svuntuna, galdra fram þessar yndislegu kræsingar og njóta þeirra svo í góðum félagsskap yfir páskana.

Karamellu páskaeggja pavlóvur

Pavlóvur

6 eggjahvítur

3,5 dl sykur

2 tsk kornsterkja (maizenamjöl)

1/8 tsk cream of tartar

2 tsk vanilludropar

2 tsk hvítt borðedik

2 msk Síríus kakóduft

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 120ºC, undir og yfir hita.

2. Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina ásamt cream of tartar og notið þeytarann.

3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.

4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 msk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).

5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við í ½ mín lengur.

6. Setjið kakóduftið ofan í deigið og hrærið því varlega saman við með sleikju.

7. Setjið smjörpappír á ofnplötu, notið tvær matskeiðar til að útbúa u.þ.b. 10 cm kökur, hverr kaka er u.þ.b. 2 msk af deigi. Notið bakhliðina á skeiðinni til að útbúa skál úr marengsinum. Passið að hafa smá fjarlægð á milli því marengsinn stækkar örlítið í ofninum.

8. Bakið í 40-50 mín, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn. Látið kökurnar kólna með ofninum. Takið þær út þegar ofninn hefur kólnað fullkomlega.

Karamellusúkkulaði rjómi

500 ml rjómi (skipt í 400 ml og 100 ml)

150 Síríus karamellusúkkulaðidropar

50 g Síríus karamellukurl

10 Dore páskaegg nr. 1

Aðferð:

1. Hitið 100 ml rjóma að suðu. Setjið karamellusúkkulaðidropana í skál og hellið heita rjómanum yfir. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og blandan samlagast. Setjið skálina í ísskáp eða frysti og kælið þar til blandan er orðin köld en ekki stíf.

2. Þeytið 400 ml rjóma þar til hann er orðinn létt þeyttur, hellið þá karamellusúkkulaðirjómanum út í og þeytið áfram þar til hann er orðinn stífur.

3. Hitið lítinn og mjög beittan hníf undir heitu vatni. Þurrkið vatnið af hnífnum og skerið toppinn af páskaeggnunum. Þið munið þurfa endurhita hnífinn oft í þessu ferli. Sprautið rjóma ofan í eggin og ofan á hverja pavlóvu og setjið rjómafyllta eggið ofan á. Skreytið með karamellukurli.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið