Nemendur & nemakeppni
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í matsveina- og matartæknanám
Á undanförnum árum hafa kröfur til starfsmanna í mötuneytum og eldhúsum aukist.
Vinnustaðir óska eftir starfsfólki með aukna þekkingu á matreiðslu og meðferð matvæla á öruggan hátt. Ennfremur er þörf á aukinni kunnáttu á ýmsum sérfæðum s.s. ofnæmis- og óþolsfæðis og ýmiskonar jurtafæði. Á heilbrigðisstofnunum er óskað eftir starfsfólki með enn meiri sérfæðisþekkingu.
Matsveina- og matartæknanám er hagnýtt nám fyrir þá sem starfa eða vilja starfa við matreiðslu og stjórnun í eldhúsum leik-, grunn- og framhaldsskóla, almennra vinnustaða og heilbrigðisstofnana. Námið er einnig heppilegt fyrir þá sem starfa á skipum og við ferðaþjónustu.
Námið í Hótel- og matvælaskóla MK er byggt upp sem dreifnám þar sem bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi á Teams og verklegu áfangar kenndir í fjórum staðbundnum lotum á hverri önn.
Í matsveinanáminu sem tekur tvær annir er lögð áhersla á að kenna nemendum að skipuleggja og matreiða hollan og góðan mat frá grunni samkvæmt næringarráðleggingum Embætti landlæknis. Nemendur læra um næringarþarfir mismunandi hópa, að næringarútreikna matseðla og hvernig mæta má óskum vinnustaða.
Í matartæknanáminu sem tekur þrjár annir læra nemendur um skipulagningu og matreiðslu á ýmiss konar sérfæði og sérhæfa sig í matreiðslu á fæði með breyttri áferð og öðru sértæku fæði. Jafnframt er lögð áhersla á að kenna nemendum að skipuleggja og matreiða hollan og góðan mat frá grunni samkvæmt næringarráðleggingum Embætti landlæknis.
Nemendur læra um næringarþarfir mismunandi hópa, að næringarútreikna matseðla og hvernig mæta má óskum vinnustaða. Matartæknar er heilbrigðisstétt og að loknu námi sækja nemendur um starfsleyfi hjá Embætti Landlæknis. Matartæknanám er jafnframt metið inn í nám í öðrum matvælagreinum.
Einstaklingur sem hefur náð 23 ára aldri og er með 3 ára staðfesta starfsreynslu í viðkomandi fagi stendur til boða mat á raunfærni til styttingar á náminu.
Nánari uppýsingar um um námin eru á heimasíðu skólans.
Opið verður fyrir innritun í Menntagát, www.menntagatt.is dagana 1. – 31.mars 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta9 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac