Keppni
Sigurjón frá Rvk cocktails sigraði í Whitley Neill kokteilkeppninni – Myndir
Síðastliðið miðvikudagskvöld fór fram stórglæsileg kokteilkeppni á vegum Whitley Neill og Innnes. Þema keppninnar var Long Drink og voru 28 keppendur sem tóku þátt. Það var gaman að sjá að fulltrúa frá 16 veitingastöðum og börum töfra fram stórglæsilega gin kokteila.
Hjálmar Örn stýrði kvöldinu eins og honum einum er lagið og hélt uppi stuðinu. Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þáttökuna og sérstakar þakkir til Barþjónaklúbbs Íslands fyrir aðstoðina.
- 2. sætið Robert Proppé frá Drykk bar Pósthús Mathöll ásamt Edward frá Halewood Whitley Neill
- 3. sætið Guðrún Björk frá Berjaya Iceland hotels ásamt Edward fra Halewood Whitley Neill
Áhorfendum gafst kostur á að smakka breytt úrval af Whitley Neill gini og voru einnig stórglæsilegar veitingar í boði sem starfsmenn Innnes framreiddu.
Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi
1. Sigurjón Tómas Hjaltason frá Rvk cocktails
2. Robert Proppé frá Drykk Bar – Pósthús Mathöll
3. Guðrún Björk frá Berjaya Iceland Hotels
Frumlegasti kokteillinn
– Kría frá Tipsý bar
Dómnefndina skipuðu:
Georg Leite frá Kalda Bar
Kristín Ruth útvarpskona á FM957
Ómar Vilhelmsson frá Barþjónaklúbb Íslands
Edward Williamson frá Halewood / Whitley Neill
Myndir: Rebekka Rut Marinósdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir























