Markaðurinn
Þjónn í ráðstefnudeild – Fosshótel Reykjavík
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Íslandshótel óskar að ráða til sín þjóna í veitingadeild á Fosshótel Reykjavík. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Við leitum að öflugum og drífandi liðsmönnum til starfa í lifandi og alþjóðlegu umhverfi.
Helstu verkefni:
- Fagleg móttaka gesta.
- Uppsetning á ráðstefnusölum.
- Aðstoða skipuleggjendur ráðstefna og viðburða.
- Þjónusta við gesti og sala.
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund.
- Fagmannleg framkoma, snyrtimennska.
- Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.
- Lágmarksaldur 20 ára.
- Góð íslensku- og ensku kunnátta.
- Þriðja tungumál er kostur.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins, með 320 herbergi og mögnuðu útsýni til allra átta.
Á efstu hæð má finna sjö svítur og þrjá fyrsta flokks fundarsali á annarri hæð. Allir hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðu. Á hótelinu er svo einnig fyrsta flokks veitingastaður, Haust, en staðurinn tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins en þar er boðið upp á frábært úrval af innlendum sem erlendum bjór.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






