Markaðurinn
Áramótaídýfan sem slær alltaf í gegn
Þessi ídýfa toppar allar ídýfur, enda fékk hún nafnið milljón dollara ídýfa. Hún slær alltaf í gegn og það fyrsta sem klárast á veisluborðinu. Ídýfan er fljótgerð og einstaklega góð með snakki eða kexi við hvaða tilefni sem er.
Innihald
250 g rjómaostur
1 dós sýrður rjómi 10%
1 pakki Kims dipmix með sýrðum rjóma og púrrulauk
170 g rifinn 4 osta blanda frá Gott í matinn
½ rauðlaukur
6 stk beikonsneiðar
Graslaukur
Aðferð
- Hitið ofninn í 200 gráður, setjið bökunarpappír á bökunarplötu og eldið beikonið þar til það er orðið stökkt. Leyfið beikoninu að kólna.
- Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og Kims dipmix í matvinnsluvél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hér má einnig blanda saman við rauðlauk, beikoni og osti og láta matvinnsluvélina vinna blönduna í mjúka og slétta ídýfu. Fyrir þá sem vilja smá stökk undir tönn er betra að skera rauðlauk og beikon smátt niður og blanda saman við með sleif, ásamt ostinum.
- Setjið í skál og skreytið með stökku beikoni, graslauk og osti.
- Gott er að bera fram t.d. með salt og pipar snakki eða góðu kexi.

-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata