Markaðurinn
Áramótaídýfan sem slær alltaf í gegn
Þessi ídýfa toppar allar ídýfur, enda fékk hún nafnið milljón dollara ídýfa. Hún slær alltaf í gegn og það fyrsta sem klárast á veisluborðinu. Ídýfan er fljótgerð og einstaklega góð með snakki eða kexi við hvaða tilefni sem er.
Innihald
250 g rjómaostur
1 dós sýrður rjómi 10%
1 pakki Kims dipmix með sýrðum rjóma og púrrulauk
170 g rifinn 4 osta blanda frá Gott í matinn
½ rauðlaukur
6 stk beikonsneiðar
Graslaukur
Aðferð
- Hitið ofninn í 200 gráður, setjið bökunarpappír á bökunarplötu og eldið beikonið þar til það er orðið stökkt. Leyfið beikoninu að kólna.
- Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og Kims dipmix í matvinnsluvél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hér má einnig blanda saman við rauðlauk, beikoni og osti og láta matvinnsluvélina vinna blönduna í mjúka og slétta ídýfu. Fyrir þá sem vilja smá stökk undir tönn er betra að skera rauðlauk og beikon smátt niður og blanda saman við með sleif, ásamt ostinum.
- Setjið í skál og skreytið með stökku beikoni, graslauk og osti.
- Gott er að bera fram t.d. með salt og pipar snakki eða góðu kexi.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana