Uppskriftir
Himneskir Helvítis Hálfmánar
Himneskir hálfmánar með Helvítis elpiparsultufyllingu, nánar um sulturnar hér.
60-80 stk
Deig:
500 gr hveiti
200 gr sykur
½ tsk kanill
½ tsk kardimommur
½ tsk hjartarsalt
1 egg
200 gr linnt smjör
1,5 dl mjólk
1-2 egg notuð til að pensla kökur.
Helvítis eldpiparsulta að eigin vali
Aðferð:
Settu hveiti, sykur, kanil, kardimommur og hjartarsalt saman í hrærivélarskál og blandaðu.
Stilltu hrærivélina á lágan hraða og með hnoðarann í gangi bættu við mjólkinni, smjörinu og egginu.
Þegar deigið er komið saman þarf að setja matarplast utan um það og geyma í kæli yfir nóttu.
Ofninn stilltur á 190°C (miðað við blástursofn).
Gott er að strá smá* hveiti á borðið áður byrjað er að fletja út deigið.
Hluti af deiginu er flattur út í einu, þar til það er ca 3 mm þykkt.
Stungnar eru út hringlaga kökur, ég nota 8 cm stóra hringi, en hægt er að nota aðrar stærðir en það hefur þá áhrif á heildarfjöldann.
Ofan á hringlaga kökurnar er svo sett ca tsk af sultu í miðjuna og kakan er brotin saman og endunum er lokað með fingrum svo þétt með gaffli**.
Næst eru kökurnar settar á plötu með bökunnarpappír og penslaðar með eggi.
Kökurnar eru svo bakaðar í miðjum ofni í ca 12 mínútur***.
* Ef það er notað of mikið þá geta kökurnar opnast í bakstrinum.
** Gott er að hafa smá hveiti á gafflinum svo hann festist ekki við kökuna.
*** Ofnar geta verið mismunandi gott er að gera prufu á nokkrum til að meta hvort þurfi að aðlaga tímann.
Höfundur er Ívar Örn Hansen eða Helvítis kokkurinn eins og hann er betur þekktur.

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu