Vertu memm

Keppni

Sindri Freyr sigraði í eftirréttakeppni Arctic Challenge

Birting:

þann

Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023

Allir keppendur

Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023 var haldin nú á dögunum og tóku 11 keppendur þátt og er óhætt að segja að metnaðurinn og áhuginn hafi verið til fyrirmyndar.

Sjá einnig: Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023 og fyrirlestur um keppnismatreiðslu

Keppnin er haldin núna í annað skiptið og hefur hún strax tekið stakkaskiptum frá fyrra ári þegar kemur að tækni, útliti og vinnu við réttina.

Deginum á undan var Snædís Xyza með fyrirlestur um keppnismatreiðslu og mátti sjá að margir keppendur hafi hlustað með báðum eyrum á þennan frábæra fróðleik sem Snædís býr yfir og mátti sjá það á eftirréttunum sem fóru til dómara.

Gefin voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin frá Rub23, Skógarböðunum, Strikinu svo fátt eitt sé nefnt ásamt því að sigurvegarinn fékk bikar.

Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023

F.v. Matthías Pétur Davíðsson, Sindri Freyr Ingvarsson og Andrés Björgvinsson

1. sæti – Sigurvegari Arctic Dessert var Sindri Freyr Ingvarsson – Aurora Restaurant
2. sæti – Matthías Pétur Davíðsson – Strikið Restaurant
3. sæti – Andrés Björgvinsson – Grand Hótel

Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023

Dómarar að störfum.
Rafn Svansson og Snædís Xyza

Yfirdómari var Snædís Xyza, þjálfari Kokkalandsliðsins og yfirkokkur Ion Hotel.

Dómari var Rafn Svansson, yfirkokkur North By Dill á Akureyri.

Allir keppendur:

Rhonjie Catalan
Matthías Pétur Davíðsson
Yasuki Wilson Seno
Elmar Ingi Sigurðsson
Kristinn Hugi Arnarsson
Logi Helgason
Guðni Sæmundsson
Andrés Björgvinsson
Sindri Freyr Ingvarsson
Hrund Nilima Birgisdóttir
Leví Ellertsen

Keppnisréttir

Myndir: aðsendar / Arctic Challenge

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið