Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Auður framreiðslumeistari og Andrés matreiðslumeistari opna kaffihúsið Á Bistró
Kaffihúsið Á Bistró opnaði formlega nú á dögunum og rekstraraðilar eru Auður Mikaelsdóttir framreiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari.
Á Bistró er staðsett við eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar í Elliðaárdalnum við Elliðaárstöð.
Auður og Andrés höfðu áður rekið veitingahúsið Otto á Höfn í Hornafirði við góðan orðstýr.
Opnunartími Á Bistró er frá 09:00 – 22:00.
„Við erum veitingamenn frá Hótel- og matvælaskólanum, Reykvíkingar, fjölskyldufólk, náttúrunnendur og einlægir aðdáendur Elliðaárdals. Við erum full eftirvæntingar að opna og hitta ykkur öll á fallegasta staðnum í hjarta Reykjavíkur.“
segir Auður í fréttatilkynningu.
Á matseðlinum eru girnilegir heitir og kaldir réttir, barnvænlegir réttir, sætabrauð svo eitthvað sé nefnt. Einnig er boðið upp á gott kaffi, léttvín og bjór.
Myndir: facebook / Elliðaárstöð
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill