Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Auður framreiðslumeistari og Andrés matreiðslumeistari opna kaffihúsið Á Bistró
Kaffihúsið Á Bistró opnaði formlega nú á dögunum og rekstraraðilar eru Auður Mikaelsdóttir framreiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari.
Á Bistró er staðsett við eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar í Elliðaárdalnum við Elliðaárstöð.
Auður og Andrés höfðu áður rekið veitingahúsið Otto á Höfn í Hornafirði við góðan orðstýr.
Opnunartími Á Bistró er frá 09:00 – 22:00.
„Við erum veitingamenn frá Hótel- og matvælaskólanum, Reykvíkingar, fjölskyldufólk, náttúrunnendur og einlægir aðdáendur Elliðaárdals. Við erum full eftirvæntingar að opna og hitta ykkur öll á fallegasta staðnum í hjarta Reykjavíkur.“
segir Auður í fréttatilkynningu.
Á matseðlinum eru girnilegir heitir og kaldir réttir, barnvænlegir réttir, sætabrauð svo eitthvað sé nefnt. Einnig er boðið upp á gott kaffi, léttvín og bjór.
Myndir: facebook / Elliðaárstöð
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Keppni1 dagur síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Keppni21 klukkustund síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt