Keppni
Verður þú næsti framreiðslu- eða matreiðslunemi ársins? – Skráning hafin
Þriðjudaginn 24. október 2023 verður haldin keppni matreiðslu- og framreiðslunema. Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingagreina Iðunnar með því að fylla út formið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til 15. október.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Helsinki í apríl 2024.
Keppendur sem unnið hafa keppnina áður hafa ekki keppnisrétt í Helsinki.
Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta:
- skriflegt próf
- verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða klassískan forrétt og aðalrétt
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
- skriflegt próf
- blöndun drykkja – tveir drykkir
- uppsetning á kvöldverðarborði ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti
- vínpörun við matseðil
- eldsteiking
- fjögur servíettubrot
Keppendur hafa ekki aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefna.
Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára á árinu 2023 og þurfa að vera á námssamningi þegar Norræna nemakeppnin fer fram.
Allar nánari upplýsingar gefur Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi matvæla og veitingagreina hjá Iðunni fræðslusetri, í netfangi [email protected].
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






