Vertu memm

Keppni

Ellefu keppendur frá Íslandi taka þátt í Euroskills í Póllandi – Snapchat TakeOver

Birting:

þann

Íslenski landsliðshópurinn sem tekur þátt í Euroskills 2023 í Gdańsk í Póllandi ásamt Georgi Páli Skúlasyni, formanni Verkiðnar / Skills Iceland og Sigurði Borgari Ólafssyni, liðsstjóra.

Íslenski landsliðshópurinn sem tekur þátt í Euroskills 2023 í Gdańsk í Póllandi ásamt Georgi Páli Skúlasyni, formanni Verkiðnar / Skills Iceland og Sigurði Borgari Ólafssyni, liðsstjóra.

Opnunarhátíð Euroskills, Evrópumót iðn-, verk-, og tæknigreina í Gdańsk í Póllandi fer fram í dag, en keppnin stendur yfir dagana 6. – 8. september og lokaathöfn og verðlaunaafhending fer síðan fram laugardaginn 9. september.

Euroskills fer að jafnaði fram annað hvert ár og hefur Ísland átt fulltrúa í keppninni frá árinu 2007, en aldrei jafn marga og í ár eða 11 talsins. Á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi, vann Ísland til silfurverðlauna í rafeindavirkjun.

Öflugur landsliðshópur

Ellefu ungir og efnilegir fulltrúar taka þátt í eftirfarandi greinum:

  • Bakaraiðn – Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn
  • Framreiðsla – Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn
  • Grafísk miðlun – Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn
  • Hársnyrtiiðn – Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri
  • Iðnaðarstýringar – Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn
  • Kjötiðn – Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn
  • Matreiðsla – Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn
  • Pípulagnir – Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn
  • Rafeindavirkjun – Hlynur Karlsson, Tækniskólinn
  • Rafvirkjun – Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands
  • Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn

Fulltrúar Íslands eiga það sameiginlegt að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fór fram í Laugardalshöll í mars sl. Um 600 keppendur frá 32 þjóðum munu etja kappi á Euroskills ásamt þjálfurum sínum og fylgdarliði. Keppt verður í 42 greinum og má búast við um 100 þúsund áhorfendum í Gdańsk dagana 5. – 9. September. Íslensku keppendunum fylgja þjálfarar og fylgdarlið og telur íslenski hópurinn um 40 manns.

Mikilvægt fyrir framþróun í iðn- og verknámi

„Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“

segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi.

Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess.

„Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar.

Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“

segir Georg Páll.

Snúa aftur heim með mikla reynslu

Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018.

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Sigurður Borgar Ólafsson

„Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdańsk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein.

Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“

segir Sigurður Borgar.

Snapchat TakeOver

Landsliðshópurinn taka við snappinu hjá Veitingageiranum og sýna frá undirbúningi, keppninni og fleira skemmtilegu.

Veitingageirinn.is verður einnig á fréttavaktinni.  Hægt er að lesa fyrstu fréttavaktina með því að smella hér.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið