Markaðurinn
Frábært tækifæri á Húsavík – Pizzakofinn til sölu – Rekstur og Húsnæði
Fyrirtækjasala Íslands hefur til sölumeðferðar Pizzakofann á Húsavík sem hóf starfsemi snemma sumars 2022 með eldbakaðar pizzur. Staðnum var strax mjög vel tekið af heimamönnum og ekki síður af ferðalöngum og hefur fengið hæstu einkunn í umsögnum t.d. á Tripadvisor.
Húsavík er einn af vinsælustu áningastöðum landsins og töluverð umferð um svæðið.
Húskosturinn, “kofinn”, sem hýsir starfsemina fylgir einnig með í kaupunum sem er um 48 m2 að stærð, byggður 2022, og stendur á besta stað í bænum við Garðarsbraut.
Pizzakofinn er opinn allt árið um kring og vel tækjum búinn, með aðstöðu innandyra fyrir nokkra gesti að borða og þar að auki mikið og gott útisvæði þar sem búið er að koma fyrir bekkjum sem eru vinsælir af matargestum að snæða við.
Nánari upplýsingar fást hjá Björgvin í s. 773-4500 eða senda fyrirspurn á netfangið bjorgvin@atv.is.
Ef svo skemmtilega vill til að þið eruð stödd á Húsavík má hafa samband beint við Kristján eiganda til að skoða og er hann í s. 898-8326.
Möguleiki er að aðstoða nýja eigendur Pizzakofans að fá íbúðarhúsnæði á Húsavík, sé óskað eftir því.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni