Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamla góða klassíkin er jú alltaf best – Myndir og vídeó
Nú fyrir stuttu sá veisluþjónusta Önnu Konditorí og Lárusar Loftssonar um fermingarveislu og má með sanni segja að þar réð gamla góða klassíkin ferðinni.
Boðið var upp á roastbeef með steiktum lauk og remúlaði, hamborgarhrygg með grænmeti og ananas úr dós, steiktur kjúklingur með strá kartöflum, snittur, hamborgara, kransakökuhorn, rice krispies kransaköku svo fátt eitt sé nefnt.
Sannkölluð sælkeraveisla.
Anna Konditorí var stofnað árið 2012 en það er í eigu Önnu Björnsdóttur. Anna er menntaður konditor frá Ringsted í Danmörku, en hún starfaði meðal annars sem konditor í Danmörku í Kringlebagaren Hörsholm.
Anna Konditorí sameinaðist veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar árið 2012, en Lárus er matreiðslumeistari að mennt og hefur rekið veitingaþjónustuna í rúmlega 30 ár við góðan orðstír.
Það var Lárus Loftsson sem sá um kjötmetið og Anna um kökurnar.
Vídeó
Myndir og vídeó: facebook / Önnu Konditorí / Veitingaþjónusta

-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag