Uppskriftir
Tex Mex Kjúklingabringur a la Astro – Uppskrift
Þegar ég var að vinna á Astro í Austurstrætinu, var réttur á matseðlinum kallaður Tex Mex kjúklingabringur. Þetta var vinsælasti rétturinn á matseðlinum og seldist í bílförmum. Galdurinn á bak við þennan rétt var marineringin á kjúklingnum.
Tex Mex marinering:
3 hvítlauksgeirar
2 msk dijonsinnep
1 tsk þurrkað coriander
1 tsk þurrkað fennel
2 msk hunang
1 dl appelsínusafi
2 dl BBQ sósa
2 dl olía
Allt nema olía sett í matvinnsluvél og látið vinnast vel saman. Olíu bætt saman við smátt og smátt. Þessi marinering nægir fyrir 8-10 bringur eða meira. Minnkið uppskriftina um helming ef um færri bringur er að ræða. Látið bringurnar liggja í marineringunni í 6 tíma. Grillið bringurnar á vel heitu grilli og pennslið með BBQ sósu.
Meðlæti:
Mexicó krydduð hrísgrjón með maís og grænmeti. Lárperumauk, salasa sósa og súrður rjómi. Gott salat skemmir ekki.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt11 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu







