Nemendur & nemakeppni
Gerði Halloween útfærslu á lambahrygg fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla – Kristján Hallur: „….þau spurðu mikið og voru forvitin“

Kristján Hallur Leifsson kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla.
Mynd: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og grunnskólakennari Hólabrekkuskóla.
Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari, landsliðsmaður og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum kynnti kjötiðnað fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla með miklum glæsibrag í gær.
„Tók smá Halloween útfærslu á lambahrygginn og þau spurðu mikið og voru forvitin.“
Sagði Kristján Hallur í samtali við veitingageirinn.is.
Á meðan Hallur kynnti kjötiðnað var Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sýnt á skjávarpa í kennslustofunni, eins og lesendum veitingageirans ætti að vera kunnugt um, sem fram fór í Sacramento í Bandaríkjunum í NBA höllinni Golden 1 Center 3. september í fyrra. Íslenska landsliðið hreppti 10. sætið á heimsmeistaramótinu.
Því miður voru engar myndir teknar af sjálfum lambahryggnum sem gerður var fyrir nemendur í gær. Kristján Hallur gerði Halloween útfærsluna á lambahryggnum árið 2020, en Hallur starfaði þá í Kjötkompaníinu, í samstarfi við Alfreð Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn og eru eftirfarandi myndir frá þeim viðburði:
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini











