Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flottur galadinner á Akureyri til styrktar Píeta samtakanna
Þann 5. nóvember næstkomandi ætlar Arctic Challenge að halda hátíðarkvöldverð og mun allur ágóði kvöldsins fara til Píeta samtakanna á Akureyri.
Boðið verður upp á Canapé og 6 rétta matarveislu og vínpörun, en hátíðarkvöldverðurinn verður haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Matreiðslumenn kvöldsins eru:
Útskriftaárgangur 2022 í matreiðslu VMA
Matthías Pétur Davíðsson – Rub 23
Logi Helgason – Strikið
Múlaberg bistro & bar
Matthew Wickstrom – Mysa
Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir – Gistihúsið Egilstaðir
Sindri Freyr Kristinsson – Aurora
Matseðill er eftirfarandi:
Allir matreiðslumenn og þjónar munu gefa vinnu sína. Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur sæti sem fyrst en einungis 50 miðar eru í boði á þennan frábæra viðburð.
Verð: 30 þúsund kr og fer allur ágóði kvöldsins til Píeta samtakanna á Akureyri. Húsið opnar klukkan 18:00. Innifalið í miðaverði er fordrykkur við komu, canapé, mat- og vínseðill.
Miðasala fer fram á [email protected]
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla