Viðtöl, örfréttir & frumraun
Davíð Örn með matarþátt í Sjónvarpi Símans
Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson býður áhorfendum Sjónvarpi Símans í Matarboð um víða veröld. Í þáttunum ferðast Davíð til ólíkra landa, kynnist matarmenningu þeirra undir leiðsögn góðra vina og saman matreiða þeir úr því allra besta hráefni sem hver og einn staður hefur upp á að bjóða.
Öll þáttaröðin kom í Sjónvarp Símans Premium 22. september s.l. en þættirnir eru einnig sýndir í opinni dagskrá á fimmtudögum kl 20.10. Hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum á sjonvarp.siminn.is og kaupa áskrift og byrja strax að horfa í vefspilara.
Fyrsti þáttur: Mexíkó
Í fyrsta þætti ferðast Davíð til Oaxaca fylkis í Suður Mexíkó til að heimsækja vinkonu sína hana Colibri Jimenez sem er virtur kokkur þar í landi. Hún kynnir Davíð fyrir ríkri og rótgrónni matarmenningu fylkisins og saman halda þau klassískt mexíkóskt matarboð við Escondido ströndina.
Annar þáttur: San Sebastian
Í öðrum þætti ferðast Davíð til San Sebastian á Norður Spáni til að hitta vin sinn Gerard Siles, spænskan kokk sem allajafna býr og starfar á Íslandi. Gerard sýnir Davíð það besta sem San Sebastian hefur upp á að bjóða í mat og drykk og saman bjóða þeir vinum, nýjum sem gömlum, í spænskt matarboð í sögufrægu húsi í bænum Extalar í Navarra héraðinu.
Þriðji þáttur: San Juan
Í þriðja þætti er ferðinni heitið til Orcas eyju sem er hluti af San Juan eyjaklasanum milli Seattle og Vancouver. Á Orcas býr Kimi Hardy, vinkona Davíðs, sem rekur ásamt fjölskyldu sinni leirmunabúð á eyjunni. Kimi kynnir Davíð fyrir Jay Blackington, verðlaunakokki á eyjunni, og saman halda þau matarboð fyrir fjölskyldu og vini Kimi.
Fjórði þáttur: Aix-en Provence
Í fjórða þætti ferðast Davíð til Aix-en-Provence og heimsækir hana Evu Ýr Gunnarsdóttur sem býr þar í landi og starfar sem matreiðslukona. Eva kynnir Davíð fyrir matnum og fegurðinni í Suður-Frakklandi og saman kynnast þau m.a. sniglaræktenda og trufflubændum. Þau bjóða gestgjöfum sínum í fallegt fransk matarboð þar sem sniglar koma að sjálfsögðu við sögu ásamt nóg af trufflum.
Mynd: siminn.is
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka