Nemendur & nemakeppni
Myndir frá sveinsprófum | 46 iðnnemar útskrifast í matvælagreinunum
Lokapróf og sveinspróf í matvælagreinunum var haldið dagana 9. til 12. desember 2013 í Hótel og matvælaskólanum og voru samtals 29 nemendur sem tóku prófin.
Bakaraiðn – 4 nemendur
Fjórir nemendur tóku sveinspróf í bakaraiðn. Sveinsprófið fór fram í tveimur áföngum og stóð yfir í tvo daga, en nánari lýsingu á prófinu er hægt að lesa með því að smella hér og prófþáttalýsingu hér.
Í sveinsprófsnefnd í bakaraiðn eru eftirfarandi aðilar:
Aðalmenn:
- Jóhannes Felixson
- Þórunn Hjaltadóttir
- Hafliði Ragnarsson
Varamenn:
- Steinþór Jónsson
- Arnar Erlingsson
- Gunnar Gunnarsson
Framreiðsla – 9 nemendur
Níu nemendur tóku sveinspróf í framreiðslu. Sveinsprófið fór fram í tveimur áföngum og stóð yfir í tvo daga, þ.e. hátíðarkvöldverð fyrir sex gesti (sveinsprófsborð), skriflegt próf, bar, eldsteiking og fyrirskurður. Hægt er að lesa nánar um sveinsprófið í framreiðslu með því að smella hér.
Sveinsprófsnefnd í framreiðslu:
Aðalmenn:
- Ólafur Ólafsson, tilnefndur af SAF.
- Sigmar Örn Ingólfsson, tilnefndur af MATVÍS.
- Trausti Víglundsson, án tilnefningar.
Varamenn:
- Sólborg Steinþórsdóttir, tilnefnd af SAF.
- Gígja Magnúsdóttir, tilnefnd af MATVÍS
- Jóna Björt Magnúsdóttir, án tilnefningar.
Kjötiðn – 3 nemendur
Þrír nemendur tóku sveinspróf í kjötiðn. Skriflega prófið var haldið mánudaginn 9. desember og verklega prófið fór fram dagana 10. og 11. desember 2013. Prófverkefni í kjötiðn skiptust í tíu verkþætti, þ.e. úrbeining á hálfu svíni, nautalæri, úrbeina og vefja hangiframpart, Pylsugerð og margt fleira, en hægt er að lesa nánar um sveinsprófið í kjötiðn með því að smella hér.
Sveinsprófsnefnd í kjötiðn:
Aðalmenn:
- Guðmundur Geirmundsson, tilnefndur af SI
- Ómar Bjarki Hauksson, tilnefndur af MATVÍS
- Óli Þór Hilmarsson, án tilnefningar
Varamenn:
- Níels Hjaltason, tilnefndur af SI
- Jóhannes Geir Númason, tilnefndur af MATVÍS
- Hafþór Hallbergsson, án tilnefningar
Matreiðsla – 13 nemendur
Þrettán nemendur tóku sveinspróf í matreiðslu. Lokaprófið skiptist í bókleg próf og tvö verkleg próf. Hægt er að lesa nánari upplýsingar um sveinsprófið í matreiðslu með því að smella hér og um kalda matinn hér og heita matinn hér.
Sveinsprófsnefnd í matreiðslu:
Aðalmenn:
- Jakob Magnússon, tilnefndur af SAF
- Bjarki Hilmarsson, tilnefndur af MATVÍS
- Friðrik Sigurðsson, án tilnefningar
Varamenn:
- Friðgeir Ingi Eiríksson, tilnefndur af SAF
- Hákon Már Örvarsson, tilnefndur af MATVÍS
- Lárus Gunnar Jónasson, án tilnefningar
46 iðnnemar útskrifast í matvælagreinunum
Brautskráning var haldin í dag föstudaginn 20. desember í Digraneskirkju og útskrifuðust samtals 46 iðnnemar úr framreiðslu, bakstri, kjötiðn, matreiðslu og matartækninámi og 2 úr meistararaskóla matvælagreina. Til hamingju.
Meðfylgjandi myndir eru frá sveinsprófunum í matvælagreinum:
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR fræðsluseturs.
Heimild og skjöl: idan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir komust í úrslit í keppninni um Bláa safírinn 2025 – Myndir