Uppskriftir
Grilluð makríls- og humarspjót í heimalagaðri teryaki-sósu
Teryaki makríls- og humarspjót (fyrir fjóra)
Hráefni
8 makrílsflök
16 humrar
box af kirsuberjatómötum
hálfur bolli japönsk sojasósa
hálfur bolli sake (japanskt hrísgrjónavín)
hálfur bolli mirin
ein msk. sykur
Aðferð
Makrílsflökin eru skorin eftir endilöngu og roðinu haldið á. Þá er pinnanum stungið í endann á flakinu. Því næst er skelflettur humar settur á pinnann og makrílsflakið látið mynda S á pinnanum. Því næst er öðrum humar stungið á pinnann þannig að á einum pinna er eitt makrílsflak og tveir humarhalar. Svo má stinga kirsuberjatómötum á milli að ósk.
Heimalöguð teryaki-sósa
Til að útbúa teryaki-sósuna er sojasósunni, sake, mirin og sykrinum blandað saman. Gott er að hita sósuna örlítið til að sykurinn bráðni og kæla hana svo aftur.
Spjótin eru svo pensluð vel með teryaki-sósunni og grilluð í tvær mínútur á hvorri hlið. Svo má hella meiri teryakisósu yfir spjótin. Gott er að bera fram salat og góð hrísgrjón með réttinum.
Höfundur er: Þyrnir Hálfdánarson matreiðslumeistari

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni