Frétt
5 sekúndna reglan varasöm
Solveig Langsrud, sérfræðingur hjá Nofima, sem er rannsóknarstofnun á matvælasviðinu í Noregi, segir að það þurfi að endurhugsa hina frægu fimm sekúndna reglu sem sumir hafa meira að segja víkkað út í tíu sekúndna regluna.
Eins og flestir vita þá snýst fimm sekúndna reglan (tíu sekúndna reglan hjá sumum) um að óhætt sé að borða mat sem dettur á gólfið ef hann liggur ekki lengur en fimm sekúndur á því.
Hún segir að það sé reginmunur á hvort maður missi melónu eða brauðsneið á gólfið. Ef vatnsmelóna detti á gólfið berist 97% af bakteríunum á gólfinu á hana á tæpri sekúndu. Á sama tíma berst tæplega 1% af bakteríunum yfir á brauðsneið sem dettur á gólfið, sem að dv.is hefur eftir Norska blaðinu Godt, en þar kemur fram að það þurfi að endurskoða þessa frægu reglu.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






