Vertu memm

Frétt

5 sekúndna reglan varasöm

Birting:

þann

Baktería - Vísindi

Solveig Langsrud, sérfræðingur hjá Nofima, sem er rannsóknarstofnun á matvælasviðinu í Noregi, segir að það þurfi að endurhugsa hina frægu fimm sekúndna reglu sem sumir hafa meira að segja víkkað út í tíu sekúndna regluna.

Eins og flestir vita þá snýst fimm sekúndna reglan (tíu sekúndna reglan hjá sumum) um að óhætt sé að borða mat sem dettur á gólfið ef hann liggur ekki lengur en fimm sekúndur á því.

Hún segir að það sé reginmunur á hvort maður missi melónu eða brauðsneið á gólfið. Ef vatnsmelóna detti á gólfið berist 97% af bakteríunum á gólfinu á hana á tæpri sekúndu. Á sama tíma berst tæplega 1% af bakteríunum yfir á brauðsneið sem dettur á gólfið, sem að dv.is hefur eftir Norska blaðinu Godt, en þar kemur fram að það þurfi að endurskoða þessa frægu reglu.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið