Uppskriftir
Píta með buffi og grænmeti
Pítubrauðið er auðvelt að baka en það má líka stytta sér leið og kaupa það tilbúið út úr búð.
Pítusósa
2 dl grísk jógúrt
1-2 greinar fersk mynta
1 tsk. púðursykur
7–10 cm af agúrku
2-3 tsk. hunang
1 hvítlauksrif
1 tsk. salt
Smá pipar
Aðferð
Gúrkan er skorin í smáa bita, öllu blandað saman, kryddað til. Kælt í ísskáp þar til pítan er borin fram.
Lambabuff
400 g lambahakk
1 laukur
1 rauð paprika
2-3 hvítlauksrif
½ meðalsterkur rauður chili.
söxuð steinselja
1 tsk. kúmmin
2-3 tsk. túrmerik
Salt og pipar
Aðferð
Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku. Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman. Búið til buff og steikið á pönnu þar til þau eru elduð í gegn. Passið þó að ofsteikja ekki. Líka tilvalið að grilla.
Borið fram með pítubrauði, agúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, sýrðum rjóma og fersku salati.
Upplagt að grilla lauk, blómkál, tómat eða papriku sem meðlæti.
Hægt er að nota þessa uppskrift í Pítubrauð, en hafið þá brauðin þykkari og sleppið kryddi.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur