Starfsmannavelta
Pizzastaðurinn Spaðinn hættir rekstri
Pizzastaðurinn Spaðinn hefur lokað eftir ríflega tveggja ára starfsemi.
Í tilkynningu frá Þórarni Ævarssyni, framkvæmdastjóra Spaðans, segir að rekstur fyrirtækisins hafi af ýmsum ástæðum gengið erfiðlega undanfarið og hafi eigendur fyrirtækisins leitað allra leiða til að halda rekstrinum gangandi. Þær tilraunir hafa þó ekki skilað árangri.
„Skuldir Spaðans eru nær einvörðungu við eigendur fyrirtækisins en þar sem rekstrargrundvöllur er brostinn er það mat eiganda að réttast sé að hætta starfsemi. Því var síðasti starfsdagur þess í gær, sunnudaginn 3. júlí,“ segir í tilkynningunni sem að visir.is birtir.
Spaðinn rak tvo veitingastaði – á Dalvegi 32B í Kópavogi og svo Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði. Útibúi Spaðans í Hafnarfirði var lokað í maí síðastliðinn.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana