Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hlynur kokkur er nýr rekstraraðili veitinga að Garðavöllum
Golfklúbburinn Leynir á Akranesi auglýsti nú í mars eftir nýjum rekstraraðila veitinga að Garðavöllum.
Sjá einnig: Er þetta þitt tækifæri?
Áhuginn var mikill og barst klúbbnum alls níu umsóknir.
Stjórn Leynis hefur náð samkomulagi við matreiðslumanninn Hlyn Guðmundsson um að taka verkefnið að sér. Hlynur hefur mikla reynslu í faginu og mun flytja fyrirtækið sitt, Hlynur Kokkur Veisluþjónusta, frá Hafnarfirði upp á Akranes.
Golfklúbburinn Leynir og Hlynur ætla að undirbúa sumarið vel og leggja metnað sinn i að efla þjónustu við kylfinga sem og aðra gesti sem sækja Garðavelli heim.
„Matseðilinn er í mótun og lofar mjög góðu“ segir í tilkynningu, en á næstu vikum er stefnt á að klára endurbætur á salnum og gera hann tilbúinn fyrir vorið.
Mynd: facebook / Hlynur kokkur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






