Kokkalandsliðið
Bragðkönnun DV um besta Hamborgarhrygginn | Hákon Már: „Þessi er sá besti fyrir mig…“
Hamborgarhryggurinn frá Nóatúni var hlutskarpastur í árlegri bragðkönnun DV á hamborgarhryggjum fyrir þessi jól. Fimmtán hryggir voru prófaðir í ár. Í helgarblaði DV er ítarleg umfjöllun um hryggina en það var í höndum sérstakrar dómnefndar að leggja mat á gæði þeirra.
Dómnefndina skipuðu Ylfa Helgadóttir, matreiðslumeistari á Kopar og meðlimur í kokkalandsliðinu, Kjartan H. Bragason formaður, Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir, heklari og matgæðingur, Elvar Ástráðsson, verkamaður og matgæðingur, og Hákon Már Örvarsson, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, að því er fram kemur á dv.is.
Nóatúns-hryggurinn fékk meðaleinkunnina 8.
Þessi er góður. Jafnvægi og karakter. Mjúk áferð á kjöti. Þessi er sá besti fyrir mig í annars nokkuð jafnri keppni
, sagði Hákon, þjálfari kokkalandsliðsins, um Nóatúns-hrygginn.
Niðurstöðurnar í heild sinni má nálgast í helgarblaði DV.
Mynd: Niðurstöður úr bragðkönnun í helgarblaði DV

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt21 klukkustund síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun