Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matseðlalistaverk slær í gegn
Nágrannastaðirnir CHIKIN og Prikið hafa um nokkurt skeið verið í samstarfi. Nú hafa staðirnir sett af stað skemmtilegt concept sem kallast „Not so secret menu“.
„Þar setjum við saman lítinn seðil og er matseðillinn gerður í samstarfi við listamenn, en við fáum nýjan listamann til að skreyta seðilinn í hvert skipti.“
Sagði Atli Snær eigandi CHIKIN í samtali við veitingageirinn.is.
Hver matseðill er númeraður og kemur aðeins í 100 eintökum og geta gestir tekið eintak af seðlinum heim til sín, sér til lista og yndisauka, sem hefur slegið í gegn á meðal gesta.
Þegar seðlanir eru búnir þá er þessum seðli lokið og næsti tekur við með nýjum áherslum og og listamanni sem þýðir að hver matseðill er safngripur, þar sem gestir geta safnað verkunum yfir árið.
Fyrsti listamaðurinn er ungur maður sem vinnur sín verk undir nafninu BMOE og vinnur að mestu við götulist og húðflúr með klassískum en þó nýmóðins stíl.
Á fyrsta matseðlinum má meðal annars finna, Reykt/steikt broccoli, vöfflu- kjúklingaborgara, fried chikin með miso-kartöflumús og szechuan piparsósu og pork belly bao.
Myndir: aðsendar / Atli Snær
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana