Uppskriftir
Jólabrauðterta
Hér er girnileg uppskrift af brauðtertu úr afgöngum af jólamat.
Salat:
250 gr Hamborgarhryggur (fulleldaður)
1 grænt epli
10 vínber
80 gr niðursoðin ferskja
50 gr agúrka
250 gr majónes, má nota sýrðan rjóma á móti
3 sneiðar brauðtertubrauð
Kryddað með salti, pipar og papriku eftir smekk
Aðferð:
Allt hráefnið er saxað smátt, sett í skál og blandað saman. Best er að setja salatið í tertuna deginum áður, þá verður hún mýkri.
Skreyting:
Smyrjið tertuna með þunnu lagi af majónesi. Skerið agúrku í sneiðar og klæðið tertuna. Raðið skrauti ofan á og setjið steinselju í kanta.
Í skraut nota ég yfirleitt það sem fer í salatið eða bara það sem er til.
Höfundur er Guðrún Pétursdóttir matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast