Vertu memm

Uppskriftir

Jólabrauðterta

Birting:

þann

Jólamynd - Smákökur

Afgangar af jólamatnum enda mjög oft ofan í tartalettur, en hér kemur Guðrún Pétursdóttir matreiðslumeistari með skemmtilega uppskrift af jólabrauðtertu

Hér er girnileg uppskrift af brauðtertu úr afgöngum af jólamat.

Salat:
250 gr Hamborgarhryggur (fulleldaður)
1 grænt epli
10 vínber
80 gr niðursoðin ferskja
50 gr agúrka
250 gr majónes, má nota sýrðan rjóma á móti
3 sneiðar brauðtertubrauð
Kryddað með salti, pipar og papriku eftir smekk

Aðferð:
Allt hráefnið er saxað smátt, sett í skál og blandað saman. Best er að setja salatið í tertuna deginum áður, þá verður hún mýkri.

Skreyting:
Smyrjið tertuna með þunnu lagi af majónesi. Skerið agúrku í sneiðar og klæðið tertuna. Raðið skrauti ofan á og setjið steinselju í kanta.

Í skraut nota ég yfirleitt það sem fer í salatið eða bara það sem er til.

Höfundur er Guðrún Pétursdóttir matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið